Veit ekki hvernig þú mælir gæði en ég mæli það með því að bera saman hvað hugbúnaðurinn á að gera og hvernig hann gerir það. Með tilkomu StarOffice sem les Excel Skjöl er t.d. sífellt að koma upp tilfelli þar sem þessum tveimur forritum ber ekki saman í útreikningum, þar hefur StarOffice yfirleitt vinninginn. ( hjálpin í Excel er oft ekki í samræmi við virkni ) Forrit sem hafa ekki GUI eru ekki endilega gæðaminni fyrir vikið. Stundum er það kostur að forrit hafi command line interface,...