Hæ þið.

Ég er nú að skrifa forrit og ég á í mestu makindum með að ákveða mig í hvaða máli ég á að skrifa það. Mestu vandræði mín eru í raun þau að ég get ekki gert upp við mig hvort ég eigi að skrifa þetta í vefviðmóti (ASP, JSP og so on) eða í gluggakerfi (C++ VB JAVA).

Málið er að ég þarf að búa til alhliða bókhalds og upplýsingakerfi fyrir fyrirtæki, það á að fræða starfsmenn um innri málefni fyrirtækisins, réttindi þeirra og skyldur. Það á líka að vera gott bókhaldskerfi þar sem pantanir, reikningar og fleira er búið til.

Ef um væri að ræða upplýsingakerfi eingöngu væri ég ekki í nokkrum vafa um að vefviðmót væri best, en þar sem bókhaldskerfi á að vera samofið líka þá er það spurning hvað ég geri.

Hvort sem álit ykkar verður á vefviðmóti eða gluggakerfi þá þætti mér vænt um að fá að vita í hvaða máli ég ætti að skrifa þetta.

Og einnig……. getiði bent mér í framhaldinu á góða kennslusíðu í því máli sem þið mælið með?