Mér er svo sem sama hvaða kerfi aðrir nota svo lengi sem þeir þvinga mig ekki til að nota það sjálfur. Þetta er svona tölvu-útgáfa af reglunni: ,,þú hefur frelsi til að gera allt sem takmarkar ekki frelsi annara'' Þeir sem senda mér .doc skjal eru að takamarka frelsi mitt til að velja viewer sjálfur. Ímyndið ykkur ef það væri ekki hægt að skoða myndir á WWW án þess að eiga löglega útgáfu af Adobe Photoshop, það væri sambærilegt dæmi.