Stjórnarskráin kveður á um það í 1. gr sinni að okkar land sé fyrst og fremst lýðveldi með þingbundinni stjórn og í annari grein að forsetinn og alþingi fari með löggjafarvaldið. 26. gr. segir svo, að ef forseti neitar að staðfesta lög með undirsskrift sinni skuli þau lög fara fyrir dóm allra kostningarbærra manna í landinu til staðfestingar eða synjunar. Lögfræðileg gagnályktun frá 26. gr. auk 1. og 2. gr. geta einungis átt við um að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli haldinn um löginn en ekkert annað og því er einungis hægt að gagnálykta að kostningin skuli haldinn án skilyrða um kostningarþáttöku eða annara skilyrða um hvort lögin skuli samþykkt eður synjað. Þetta segir stjórnarskráinn og ekki er hægt að bæta við hana orðum án stjórnarskrárbreytingar og því getur lögfræðilega enginn lágmarksþáttaka verið sett í almenn lög því þau verða að vera í samræmi við stjórnskipunarlög okkar sem kveða á um að stjórnarskránni geti einungis verið breitt með staðfestingu tveggja þingmeirihluta eftir almennar alþingiskostningar. En ég er á sömu rökum ósammála að það þurfi t.d. að halda utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna málsins þar sem stjórnarskráinn er þögul um það. 26. gr. segir líka að það SKULU fara fram kostningar og því er ekki hægt að túlka greinina með öðrum hætti en að ekki sé hægt að afturkalla lögin og seta ný samkynja lög í staðinn þar sem forsetinn sem annar handhafi löggjafarvaldsins hefur vísað lögunum til þjóðarinnar því ísland er fyrst og fremst lýðveldi skv. 1. gr. stjskr. og sem slíkt þá er það þjóðinn sem hefur síðasta orðið í þessu máli en ekki alþingi, því alþingi deilir einungis löggjafarvaldinu með forsetanum og vitaskuld eðli máls með þjóðinni. Ég er samt þeirrar skoðunar að ef alþingi ákveður að fella lögin úr gildi algerlega og mun ekki hefjast handa við að seta önnur lög um sama efni fyrr en eftir eðlilegann tíma sem gæti verið hálft ár eður heilt, með mjög breittu innishaldi, þá standist það stjórnarskráina.
Ástæðann fyrir svona skiptri skoðun meðal lögræðinga er sú að lögræðingum er ekki ætlað að túlka stjórnarskráina nema að grunni til enda er þetta skjal háð ákvörðun stjórnmálamanna og ef þeir bítast um “rétta” túlkun á stjórnarskrárinnar þá er málið í raun komið úr höndum lögfræðinga. Ástæðan er sú að stjórnskipunarlögin eru að miklu leiti byggð á venju og sátt kosinna ráðamanna. Í eðli sínu er stjórnarskrá samkomulag og ef ráðamenn geta ekki komist að sátt sem er í samræmi við lágmarksleikreglur stjórnskipunarinnar þá hefur stjórnarskráinn lítið gildi. Stjórnarskráinn hefur lítið gildi ef ekki er sátt um hana því hún er í eðli sínu samkomulag ráðamanna þess tíma er skrifuðu hana og sköpuðu, án þessarar sáttar þá er hún lítilst virði. Það sem á sér stað nú er í raun miklu alvarlegra en fólk heldur því þegar sáttinn um stjórnskipun lýðveldisins er brostin er stjórnarskráin í raun dáið plagg því þetta plagg eru bara samansafns setninga og án allra valda og ef pólitíkusar vilja túlka þessar setningar eftir sínum hagsmunum gegn mótmælum þjóðar og stjórnarandstöðu þá er lýðveldið sjálft í hættu, sjálf ríkisskipanin. Ef sátt næst ekki um þetta mál og vald forsetans ,sem þegar ef augljóst að er til staðar, er ekki virt, þá mun hér ríkja stjórnskipunaróvissa og það sem alvarlegra er, hætta á stjórnarbyltingur!!