Það er frekar nauðsynlegt að leyfa veiðar á tilteknum hvalategundum sem eru í engri útrýmingarhættu, því annars étur hvalurinn allan fiskinn okkar. Það gæti klúðrað vistkerfinu í sjónum. Annaðhvort þyrfti að banna veiðar á bæði hval og fiski, eða að finna góðan milliveg. Ég styð það síðara, þótt ég borði hvorki hval né fisk, því að sjávarútvegurinn er alltof mikilvæg tekjulind á Íslandi til að eitthvað megi fara úrskeiðis.