Á mbl.is er birt frétt um að ályktun á ráðstefnu alþjóða hvalveiðiráðsins hafi verið samþykkt um það efni að hvalveiðibannið sé ekki lengur nauðsynlegt.
(http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1208048)

Þykir þetta sýna að hvalveiðiþjóðunum hafi tekist að ná meirihluta í þessu ráði, og eru nú öll dýraverndunarsamtök óttaslegin og fordæma þetta.

Virðist sem vera að eini valkosturinn í þeirra augum sé algjört hvalveiðibann.

Þeim hlýtur að vera ljóst, þ.e. hvalfriðunarsinnum, að að reyna halda úti þessu banni er töpuð barátta, jafnvel þó banninu verði ekki aflétt af þessu ráði. Japanir, íslendingar eða aðrar þjóðir alltaf gengið úr þessu ráði og veitt hvali óháð þessu ráði. Gerðu norðmenn það ekki?

Heitir þetta ráð ekki “Alþjóða hvalVEIÐIráðið”?

Persónulega er ég ekkert sérstaklega hlynntur því að hefja hér hvalveiðar á nýju, en ég vil heldur ekki reyna halda uppi einhverju banni af ímynduðum ástæðum um að hvalurinn sé í útrýmingarhættu, sem vissulega sumar tegundir eru, en alls ekki þær sem veiddar eru/verða. Ég borða ekki einu sinni hval, sem og margir. Þannig að ég efast um að það sé mikill markaður fyrir hvalkjöt.

Almenningur í ríkjum sem eru á móti hvalveiðum hefur verið sannfærður um það að það fyrsta sem hvalveiðiþjóðirnir muni gera ef banninu sé aflétt er að fara drepa alla steypireiðina. Þetta er svo fjarri sannleikanum.


Hvað gera hvalveiðiþjóðirnar þá? Þær einfaldlega hætta í þessu ráði og fara að veiða eftir sínum hentugleika, þ.e. þetta “Alþjóða hvalveiðiráð” missir tök sín á veiðunum, sem þýðir að hvalfriðunarsinnar missa tökin á veiðibanninu.

Frekar en að stjórna þessum veiðum, sem eru óhjákvæmilegar, vilja hvalfriðunarsinnar reyna til hins ítrasta að banna öllum að veiða hvali. Þeir munu einungis skjóta sig í fótinn með því, með fyrrgreindum afleiðingum.


Afhverju að leyfa ekki takmarkaðar veiðar, og sjá hvað gerist? Það væri allavega málamiðlun sem báðir aðilar geta sætt sig við.