Um þessar vangaveltur, og reyndar fleiri svipaðs efnis, les maður í heimspeki 103 og 203. Þá áfanga sat ég í framhaldsskóla og hef því kynnt mér málið, a.m.k. nægilega vel til að ná áföngunum. Ýmsar tilraunir til að sanna, nú eða afsanna, tilvist Guðs. Tilraunirnar voru mislélegar, en engin góð. Samt er ég kristin. Þótt ég hafi engar rökheldar sannanir fyrir tilvist míns Guðs. Það er nefnilega ástæða fyrir því að þetta er kallað “trú”. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég mun aldrei...