Mig langaði að deila með ykkur vangaveltum mínum um hvort það sé til einhver skapari alls sem býr yfir vitsmunum, í daglegu tali er hann gjarnan kallaður guð.
Ég reyni að byggja röksemdafærslu mín upp eins og stærðfræðilega (af)sönnun, þ.e. út frá gefnum skilyrðum.

Þessi skilyrði eru:

Annars vegar ein helstu varnarorð trúaðra til að verja tilvist guðs sem eru:
Alheimurinn eins og hann er hlítur að vera hannaður af einhverjum með vitsmuni út af öllum lögmálunum sem búa í honum þ.e. að hann er ekki fullkomlega óreiðukenndur. Þessa hugsjón teygja trúaðir gjarnan út í miklu meiri öfga en getið er hér, t.d. að banani hafi verið hannaður fyrir manninn til átu og fleira.

Og hinsvegar sú fullyrðing að guð sé skapari alls.

Þá er hugmynd mín:

Ef alheimurinn hefði ekki getað orðið til að sjálfu sér og hefði þurft hönnuð með vitsmuni leiðir af því að til að sá hönnuður hefði getað orðið til hefði hann sjálfur þurft skapara með vitsmuni, þá hefðir sá skapari þurft annan hönnuð og svo framvegis.

Því ef þetta gildir ekki og guð er nóg til að orsaka sjálfan sig, þá hefði alheimurinn alveg eins getað orsakað sjálfan sig.

Af þessu leiða tvær niðurstöður:

Hinn mikli skapari á sér sjálfur skapara sem á sér skapar o.s.frv
Það er að hann er ekki hinn eini sanni guð heldur sköpun annarrar æðri veru, þ.e. æðri guðs. Þó þetta stangist á við kenningar trúaðra þá er önnur þversögn fólgin í þessu sem er: þetta gæti ekki haft neitt upphaf.


Seinni niðurstaðan er að:
Alheimurinn gæti alveg orsakað sjálfan sig og það er enginn guð.

Ég vona að þessar hugmyndir séu nokkuð skiljanlegar hérna.