Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Burning Wheel, Revised (langt) (6 álit)

í Spunaspil fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Þar sem ég stefni á að stjórna einu slíku spili á komandi stórmóti þótti mér réttast að skrifa smá umfjöllun um Burning Wheel kerfið, nánar til tekið um revised útgáfuna. Burning Wheel er indie kerfi (þ.e.a.s. independant publish) sem Luke Crane hefur mestan heiðurinn af. BW er reyndar eina kerfið sem ég veit að Luke Crane hefur unnið að, en kerfið hefur þróast út í setting eins og Burning Empires (future setting með nokkrar nýjar reglur), The Blossoms Are Falling (feudal Japan setting) og...

Chrno Crusade (4 álit)

í Anime og manga fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Jæja, síðustu daga hef ég verið að horfa á anime sem heitir Chrno Crusade. Allt í allt eru þetta um 24 fjórir þættir og ætla ég að segja frá þessum þáttum í stuttu máli. Ég ætla að vara ykkur við því ég gæti slysast til að planta nokkrum spoilerum í þessa grein. Þættirnir gerast að mestu í New York snemma á síðustu öld, eða seint á þar síðustu öld (man ekki hvort). Systir Rosette hefur verið í Magdalene reglunni í fjögur ár að leita að bróður sínum, Joshua. Með í leit sinni hefur hún...

The story of the Hazard family (4 álit)

í The Sims fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Eins og einhver ykkar hafa eflaust gert keypti ég mér Sims 2, og í þeim leik gerði ég eina fjölskyldu og nefnist hún Hazard. Fjölskylda þessi samanstendur af þrem einstaklingum: Jack, endurgerður úr fyrri Sims leiknum og aðalguttinn; Yukatsu, sambýlismaður Jacks og lifir fyrir hernað; Celesta, dóttir Yukatsus á táningsaldri. Sagan er hægt að segja afar stuttlega, eða í lengra lagi, en ég vil segja þetta í meðallagi. Jack Hazard, ásamt félaga sínum, Yukatsu, og dóttur hans, Celesta, fluttu í...

One Piece eftir Eiichiro Oda (17 álit)

í Anime og manga fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég tók volume 1 og 2 á bókasafninu og hef reyndar ekki lesið meira, en las þó nóg til að vilja lesa meira. Sagan segir frá stærsta fjársjóði fyrr og síðar, One Piece, og leitina að honum. One Piece á að vera það stór fjársjóður að hver sá sem eignast hann hefur svo gott sem eignast allt sem hugurinn getur girnst og verður konungur sjóræningjanna. Það er einmitt það sem Monkey D. Luffy vill verða, konungur sjóræningjanna. Þegar hann var ungur átti sjóræningaskip bækistöð í heimabæ hans. Luffy...

There is this girl (0 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
There is this girl I like. She's wonderful, beautiful and nice, and a very good friend. I think about her every moment of the day, about how I want to see her, to hold her, to kiss her, to love her. I think about the pain I feel, when I cannot see her, when I cannot hold her, when I cannot tell her. If this isn't love, this is as close to it as I need to be.

Stundarbrjálæði (7 álit)

í Smásögur fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Þetta er stutt smásaga sem ég sendi í smásagnakeppni fyrir ekki svo löngu. Hún vann að vísu ekki en mér fannst samt nægilega varið í hana til að leyfa ykkur að kíkja á hana og segja hvað ykkur finnst. Þetta er ekki alveg sama útgáfa og ég sendi í keppnina heldur fékk ég vin minn til að fara yfir hana og hún kom með ýmsa góða punkta sem ég síðan notaði hér. En endilega lesið yfir þetta og segið mér hvað ykkur finnst. ———————————————- ———– Stundarbrjálæði Hann stóð yfir henni þar sem hún lá í...

Liggja menn í valnum (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 1 mánuði
Sverðið í blóði, skjöldurinn brotinn, blóðið logar og baráttuviljinn. Himininn sortinn, grasið rautt af blóði. Sverðin öll glumdu, í dauða manns flóði. Dauðinn yfir svífur, lífið allt farið. Látnir menn svifið, á himnadyr barið. Fór ég ungur, lífið við leik. Sá svo menn falla, og alls staðar reyk. Liggja menn í valnum, þó enginn verður grátinn. Nú sagan er öll, því nú er ég látinn.

Tips & Tools of the Trade (6 álit)

í Spunaspil fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Það hlaut að koma að því að ég sendi inn grein hingað. Fyrir nokkru síðan fann ég áhugamannasíðu um V:tM þar sem meðal annars var bent á nokkur sniðug ráð sem stjórnandinn gæti nýtt sér. Hins vegar finnst mér að mörg ráðin passa inn í flest ef ekki öll spil. Á þessari síðu ( http://www.sanguinus.com/ ) eru mörg góð ráð og mér datt í hug að segja frá þremur ráðum sem mér finnst hvað sniðugust. Einhver eru af þessari síðu en sum eru mínar eigin eða finnast annarstaðar. Í fyrsta lagi vil ég...

Kiki's Delivery Service (5 álit)

í Anime og manga fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Í gær, aðfangadagskvöld, fékk ég Kiki's Delivery Service á DVD í jólagjöf frá foreldrum mínum og fullkomnaði þannig einskonar Miyasaki safn sem samanstendur af Kiki's Delivery Service, Castle in the Sky og Spirited Away. Þar sem ég hef skrifað greinar um báðar hinar myndirnar fannst mér ekki nema sjálfsagt að gera slíkt hið sama með þessa. Myndin fjallar um Kiki, unga norn sem nýlega hefur orðið 13 ára gömul. Líkt og allar aðrar nornir verður hún að fara að heiman og í annan bæ til að stunda...

Final Fantasy Unlimited (6 álit)

í Anime og manga fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ég rakst á þessa þætti fyrir hreint ekki svo löngu þegar ég var að leita að tónlistarmyndböndum sem byggð voru með atriðum úr Final Fantasy leikjunum. Ég var hreint ekki ósáttur við að finna þessa þætti en varð fyrir nokkrum vonbrigðum með þá. Þeir voru helst til of einhæfir. Þegar gaurinn var að hlaða ofurvopnið sitt gerði hann alltaf það sama. Hvað sem því líður fannst mér sagan og heimurinn alveg einstaklega skemmtilegur. Sagan fjallar um tvíburana Ai og Yuu sem búa í litlum bæ í Japan....

Ayashi no Ceres (4 álit)

í Anime og manga fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ég rak augun í þessa þætti þegar ég var að renna yfir eina netverslun sem selur anime-myndir. Mér fannst þetta afar áhugavert þar sem englar, eða himneskar verur, tengjast þáttunum að stórum hluta. Í útliti virðast þessir þættir vera einmitt það sem ástsjúkur anime aðdáðandi eins og ég hefði gaman af, en þetta kom skemmtilega á óvart. Má segja að þessir þættir séu blanda af því sem ég bjóst við og nákvæmlega andstæðunni. Sagan byggist á gömlu ævintýri þar sem tennyo (kvenmaður frá...

Laputa: Castle in the Sky (7 álit)

í Anime og manga fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ein æðisleg mynd eftir meistara anime-myndanna, Miyazaki. Ég hef að vísu ekki séð nema þrjár myndir eftir þennan höfund en í mínum huga eru þær allar meistaraverk. Það vill nefnilega svo heppilega til að ég fór til Reykjavíkur um síðustu helgi og keypti mér Princess Mononoke, Spirited Away og Castle in the Sky, allar á DVD (voða happy ;P). Myndin segir í stuttu máli frá Pazu, ungum dreng í þokkalegasta námubæ. Hann kynnist Sheetu sem hefur að geyma leyndarmálið að staðsetningu Laputa,...

Princess Mononoke (24 álit)

í Anime og manga fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Princess Mononoke fjallar um Ashitaka, prins þjóðflokks sem er að mestu talinn útdauður og hefur lifað frekar friðsælu lífi vegna þess. Ashitaka verður smitast af bölvun frá villigaltaranda og fyrir vikið verður hann óvenju sterkur, en bölvunin mun að lokum draga hann til dauða. Þess vegna heldur hann af stað í leit að lækningu og kemst í kynni við San, stúlku sem alin var upp af úlfaandanum Mori. Ashitaka kemst til Járnborgarinnar, borg sem smíðar bestu skotvopn landsins, ef ekki þau einu....

Metropolis (10 álit)

í Anime og manga fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Þessi mynd, byggð á myndasögu eftir Osamu Tezuka (Astro Boy), skrifuð af Katsuhiro Otomo (Akira) og leikstýrð af Rintaro(Galaxy Express 999), fjallar í sjálfu sér um vináttu Kenichis og Timu, auk þess hvernig getur farið fyrir þeim sem reyna að ná of hátt. Duke Red er metnaðarfullur leiðtogi sem er að leggja lokahönd á Zigguratinn, turn sem getur framkallað einhverskonar bylgjur frá sólinni til að gera öll vélmenni á jörðinni brjáluð. Eitt af því sem honum vantar er einhver til að stjórna...

AniMA (loka útgáfa) (6 álit)

í Anime og manga fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Þetta er lokaútgáfa hins verðandi skólafélags, AniMA. Eftir að þessi grein birtist verða engar stórvægis breytingar gerðar á reglum eða öðru sem við kemur félaginu. Félagið byggist á þeim grunni að vera afþreyging fyrir meðlimi og til kynningar fyrir aðra nemendur MA. Verða til þess hafðar sýningar á ýmsum anime kvikmyndum í Kvosinni (inni á sal) eða eitthvað annað af þeim toga. Allir munu hafa aðgang að þessum sýningum þó meðlimir félagsins mega eingöngu vera nemendur skólans. Verð á þessar...

AniMA (félag í mótun) (21 álit)

í Anime og manga fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Haustið 2003 verður formlega stofnað nýtt félag í Menntaskólanum á Akureyri sem mun bera nafnið AniMA, eða Anime í Menntaskólanum á Akureyri. Aðaltilgangurinn með stofnun þessarar félags er einfaldlega að meðlimir komi saman og horfa á anime efni sem einhver meðlimur hefur komið með. Farið verður eftir ákveðinni röð þannig að hver meðlimur komi minnst einu sinni með minnst 60 mín. efni. Ég hef tekið eftir því hér á Huga að ef það kemur ekki frá Asíu þá er það ekki anime. Í AniMA verður ekki...

Ayumi Hamasaki (10 álit)

í Popptónlist fyrir 21 árum, 2 mánuðum
“Ayumi Hamasaki er fædd annan október 1978 í Fukuoka, Kyushu, Japan og er talinn ein vinsælasta söngkonan í Japan í dag. Fyrsta lagið hennar kom árið 1998 og kallaðist “Poker Face”. Diskurinn “Love For XX” sem innihélt lagið seldist mjög vel og nýjasti diskurinn hennar, “Loveppears”, hefur slegið í gegn og eftir útkomuna hefur hún verið álitin sem menningar gersemi. Aðdáðendur hennar samanstanda aðalega af unglingsstúlkum og mikið er hermt eftir...

Góðar kjötbollur (2 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þessa uppskrift lærði ég í skólanum og er nokkuð einföld. ATH: Ekki ætluð grænmetisætum! Þið þurfið: 1 kg hakkað kjöt 1 pakka af ritz/club kexi 1 pakka af púrrulauksúpu frjálst meðlæti setjið kjötið í skál og hnoðið eða hrærið. mölvið kexið í agnarlitla bita, forðist samt að duftgera það. Blandið svo kexinu og púrrulauksúpunni við kjötið. Athugið að púrrulauksúpan verður að koma beint úr pakkanum, það á ekki að vera búið að búa til súpuna. Blandið þessu öllu vel saman og búið til eins margar...

Í Sporum Falsarans (1 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Nóttina áður en Jónatan T. Sveinsson ók bíl sínum á 100 kílómetra hraða í gegnum ítölsku landamærastöðina dreymdi hann fiðrildi, púpur og fölsuð málverk. Hvar fiðrildin og púpurnar komu inn í vissi hann ekki, en sjálfur falsaði hann málverk. Hann var líklega eini Íslendingurinn sem var frægur fyrir falsanir, alla vega vissi hann ekki um neinn annan. Hann gat falsað verk sem enginn annar gæti falsað. Hann hafði ferðast um allan heim í þeim eina tilgangi að falsa fræg verk eftir fræga málara....

Barn Næturinnar (þriðji hluti) (0 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Klukkutími í sólarupprás. Ég er enn á röltinu. Verð bráðlega að drífa mig í skjól. Ég er aftur kominn fyrir utan húsið hennar Lilju. Ég get ekki horfst í augu við hana en ég verð að segja henni hvað gerðist, jafnvel þó hún muni ekki trúa mér. Ég svíf aftur að glugganum hennar. Bárður er þarna ennþá en þau eru bæði sofandi. Ég opna gluggann og fer inn. Lilja hefur aldrei verið fallegri en þegar hún sefur. Ég öfunda Bárð. Ég vildi að það væri ég sem lægi við hlið hennar. Ég halla mér að henni....

Barn Næturinnar (annar hluti) (0 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég geng upp að dyrunum. Ég hef aldrei verið jafn hræddur. Hvað ef hún skilur ekki? Eða það sem verra er, hvað ef hún heldur að ég sé skrímsli? Ég gæti ekki þolað að hræða hana svona. Höndin mín snertir dyrabjölluna en fer ekki lengra. Hvað væri ég að gera henni? Að birtast allt í einu eftir fjögur ár og segjast vita hver drap systur hennar? Hvað gæti ég mögulega sagt? “Hæ Lilja. Ég veit að við höfum ekki sést í langan tíma en ég þorði ekki að segja þér að ég veit hver drap systur þína....

Barn Næturinnar (4 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Dagar. Vikur. Mánuðir. Ár. Ég man ekki lengur hvenær ég sá síðast fjölskylduna mína. Það er líklegast fyrir bestu. Ef ég hefði haldið mér nálægt þeim er aldrei að vita hvað ég hefði getað gert. Ég hataði þau en núna vildi ég ekkert frekar en að vera nálægt þeim, finna fyrir hlýjunni sem eitt sinn umlukti mig. Þau höfðu rétt fyrir sér varðandi Geira, ég hefði átt að hlusta og halda mér fjarri honum. En ég hlustaði ekki. Þess í stað eyddi ég meiri tíma með honum og félögum hans. Ég viðurkenni...

Englar (12 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Hér er svolítið um engla sem ég vildi koma á framfæri. Englar eru formlausir andar sem sinna ýmsum verkefnum fyrir Guð, og er yfirleitt litið á þá sem sendiboðar Guðs. Ólíkt demónum eru englar góðir andar. Þó þeir séu formlausir er þeim oft lýst sem mönnum í síðum, hvítum fötum, umkringdir björtu ljósi og hafa langa svanavængi. Listamennirnir sem hafa gert þessi listaverk þar sem englum er lýst á þennan hátt hafa gert það samkvæmt skipun kirkjunnar til að sína trúuðu fólki að englar eru mun...

Love Hina (12 álit)

í Anime og manga fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég ætla að segja hér örlítið frá Love Hina þáttunum sem mér finnst vera bestu mangaþættirnir sem ég hef séð. Þættirnir eru um ungan dreng sem heitir Keitaro. Keitaro hefur tvisvar tekið inntökupróf fyrir Tokyo University (kallað Tokyo U í þáttunum) og fallið á þeim báðum. Ástæðan fyrir því að hann hefur ekki reynt að komast inn í neinn annan háskóla er sú að 15 árum fyrr lofaði hann æskuástinni sinni að hitta hana í þessum ákveðna háskóla. Vandamálið er hins vegar það að hann man hvorki hvað...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok