Þessa uppskrift lærði ég í skólanum og er nokkuð einföld.
ATH: Ekki ætluð grænmetisætum!

Þið þurfið:
1 kg hakkað kjöt
1 pakka af ritz/club kexi
1 pakka af púrrulauksúpu
frjálst meðlæti

setjið kjötið í skál og hnoðið eða hrærið. mölvið kexið í agnarlitla bita, forðist samt að duftgera það. Blandið svo kexinu og púrrulauksúpunni við kjötið. Athugið að púrrulauksúpan verður að koma beint úr pakkanum, það á ekki að vera búið að búa til súpuna. Blandið þessu öllu vel saman og búið til eins margar kjötbollur og þið getið en þær þurfa að vera jafnstórar. Stingið svo bollunum í ofnin og hafið þær í ofninum þartil þær eru orðnar vel brúnar. Passið samt að brenna þær ekki.
Gott er að hafa einhverja sósu með en hver skal hafa meðlæti við sitt hæfi.

Þetta eru geðveikt góðar kjötbollur og ég hvet alla til að prófa.