Það hlaut að koma að því að ég sendi inn grein hingað.
Fyrir nokkru síðan fann ég áhugamannasíðu um V:tM þar sem meðal annars var bent á nokkur sniðug ráð sem stjórnandinn gæti nýtt sér. Hins vegar finnst mér að mörg ráðin passa inn í flest ef ekki öll spil. Á þessari síðu ( http://www.sanguinus.com/ ) eru mörg góð ráð og mér datt í hug að segja frá þremur ráðum sem mér finnst hvað sniðugust. Einhver eru af þessari síðu en sum eru mínar eigin eða finnast annarstaðar.

Í fyrsta lagi vil ég nefna ráð sem felst í því að útiloka fullkomið traust á milli spilarana. Það er hægt að gera á mismunandi hátt en það getur alltaf verið jafnáhrifaríkt. T.d. er hægt að gefa hverjum karakter leyndarmál og ástæður fyrir því hvers vegna hinir karakterarnir ættu ekki að vita þetta leyndarmál. Mikilvægt er að hinir spilararnir viti ekki þetta leyndarmál heldur. Einnig er sniðugt ef enginn spilaranna veit neitt um karaktera hvers annars. Allt sem þeir komast að ættu þeir að komast að í gegnum spilun, meira að segja nafnið. Annað sem gæti haft alvarleg áhrif á spilið er að segja þeim í upphafi að þú hafir talað við einn spilarann og fengið hann til að svíkja hópinn. Bannaðu þeim svo að segja að þeir séu ekki svikarinn eða að þeir séu svikarinn utan spilsins. Allir spilararnir byrja að vantreysta hver öðrum og bíða eftir því að verða sviknir. Að sjálfsögðu hefur þú ekki talað við neinn þeirra um svik áður, en spilararnir þurfa ekki að vita það. Þetta virkar að vísu ekki ef þú gerir þetta of oft, þannig að þú skalt af og til fá einhvern til að svíkja hópinn.

Síðan er sagt að það sé voða sniðugt að nota miða til að hinir spilararnir vita ekki hvað einn þeirra varð var við. T.d. þegar einn sér, heyrir eða finnur eitthvað sem hinir finna ekki er stundum sniðugt að hinir spilararnir viti hreinlega ekkert hvað það er. Þá er gott að nota miða. Ef t.d. einhver getur heyrt í draugum ættu hinir spilararnir ekki að vita hvað draugurinn segir honum, nema þeir hafi sama hæfileika. Það þarf heldur ekki alltaf eitthvað mikilvægt að standa á miðunum, bara ef það er nóg til að hinir spilararnir haldi það. Það getur líka verið sniðugt að láta einn karakterinn virðast tala við sjálfan sig. Á miðunum ætti að standa allt sem karakterinn verður einn var við: Tíst úr mús heyrist úr veggnum, skuggi sést við enda gangsins, [Draugurinn] “ansans ári ertu ljótur drengur”.

Í þriðja lægi er hreint ekki vitlaust að nýta sér “props”. Þá er ég ekki að tala um gervisverð eða alvöru sverð heldur litla hluti, t.d. fjársjóðskort, ólesanlega töfraþulu, kistulykil eða bara einhverja vísbendingu sem karakterarnir finna. Fyrir sögur sem eiga sér stað í samtímanum getur þetta verið auðvelt en þegar spilað er t.d. d&d eða eitthvað álíka ævintýraspil getur þetta orðið flókið. Auðvelt trikk til að búa til gamalt brét er að brenna kantana af og mála yfir með kaffi. Farið varlega með brennsluna samt, það getur farið illa. Hægt er, ef þið nennið ekki að skrifa langar töfraþulur, að dl-a font af netinu sem er svo gott sem ólesanlegt. Ég á til dæmis álfaskrift og dvergarúnir í tölvunni minni. Ef einhverjir hlutir finnast sem hafa augljóst merki, t.d. nagaður blýantur, skaltu búa þetta merki til (naga blýant). Þetta minnkar líkurnar á að mikilvægar vísbendingar gleymast.

Endilega, ef þið hafið einhver svona trikk, að deila þeim með okkur.

Kv. lundi86