Ég ætla að segja hér örlítið frá Love Hina þáttunum sem mér finnst vera bestu mangaþættirnir sem ég hef séð.

Þættirnir eru um ungan dreng sem heitir Keitaro. Keitaro hefur tvisvar tekið inntökupróf fyrir Tokyo University (kallað Tokyo U í þáttunum) og fallið á þeim báðum. Ástæðan fyrir því að hann hefur ekki reynt að komast inn í neinn annan háskóla er sú að 15 árum fyrr lofaði hann æskuástinni sinni að hitta hana í þessum ákveðna háskóla. Vandamálið er hins vegar það að hann man hvorki hvað hún hét eða hvernig hún leit út.
Einn góðan veðurdag fær hann skilaboð frá ömmu sinni um að koma í heimsókn. Keitaro lítur á þetta sem tækifæri til að komast frá foreldrunum og hugsanlega að fá vinnu hjá ömmu sinni en hún rekur gistiheimilið Hinata Inn. En þegar hann kemur til ömmu sinnar kemst hann bæði að því að hún er á bak og burt og að hún hafi breytt gistiheimilinu í heimavist fyrir stúlkur og búa þar fjórar stúlkur í augnablikinu. Það eru Kitsune sem er mikið fyrir að skemmta sér og drekkur mikið af sake (áfengur drykkur), Motoko sem náði nánast fullkomnum tökum á öflugri sverðalist þegar hún var 15 ára, Su sem er mikill fjörkálfur en enginn veit í raun hvaðan hún kemur, og að lokum er það Naru en hún er einnig að reyna að komast í Tokyo U. Frænka Keitaros hún Haruka, segir honum frá því að amma hans hafi farið í heimsreisu og ætlist til þess að Keitaro gerist kanrinrin (sá sem rekur gistiheimilið) á meðan hún er í burtu. Naru heldur samt að hann sem hinn alversti pervert og eigi ekki skilið að vera kanrinrin en vegna þess að Haruka missir það út úr sér að hann sé nemandi í Tokyo U þá fær hann að vera áfram.
Seinna bætist enn ein stúlkan í hópinn en hún heitir Shinobu og er frekar feiminn en verður fljótlega hrifin af Keitaro.
Svo eru nokkrar aukapersónur, þ.e.a.s. Seta sem er fornleifafræðingur og fyrrverandi einkakennari Narus, dóttir hans hún Sarah McDougle en móðir hennar er bandarísk, Kentaro sem er ríkur bekkjarfélagi Narus og auk þess hrifin af henni, Mutsumi sem er hefur reynt jafnoft og Keitaro í að komast í Tokyo U vegna þess að hún gleymdi að skrifa nafnið sitt á prófblaðið, og að lokum eru það tveir vinir Keitaros en ég man ekki hvað þeir heita.

Þættirnir eru samtals 28 og þar af er einn jólaþáttur, einn vorþáttur og einn yfirlitsþáttur þar sem sýnt er hvernig samband Keitaros og Naru þróast í gegnum hina 25 þættina. Auk þess eru þrjár Love Hina Again myndir (um klukkutíma að lengd) en ég hef ekki enn séð þær. Ef þær eru mikið öðruvísi þá skrifa ég um þær sérstaklega.
Þessir þættir eru mjög góðir þó þeir séu ekki mjög ofbeldisfullir og ég ráðlegg öllum sem hafa gaman af bæði gríni og rómantík að sjá þessa þætti.

Kv. lundi86