Ég tók volume 1 og 2 á bókasafninu og hef reyndar ekki lesið meira, en las þó nóg til að vilja lesa meira.

Sagan segir frá stærsta fjársjóði fyrr og síðar, One Piece, og leitina að honum. One Piece á að vera það stór fjársjóður að hver sá sem eignast hann hefur svo gott sem eignast allt sem hugurinn getur girnst og verður konungur sjóræningjanna. Það er einmitt það sem Monkey D. Luffy vill verða, konungur sjóræningjanna. Þegar hann var ungur átti sjóræningaskip bækistöð í heimabæ hans. Luffy vildi verða alveg eins og skipstjórinn, “Red-Haired” Shanks, en Shanks sagði að Luffy gæti aldrei orðið sjóræningi því Luffy kunni ekki að synda, og Gum-Gum ávöxturinn tryggði að Luffy gæti það aldrei. Gum-Gum ávöxturinn gerir hvern þann sem hann étur eins og gúmí, og algjörlega ósyndan um aldur og ævi. Eftir að Luffy át ávöxtinn ákvað hann að verða sjóræningi sem aldrei dytti um borð, og tíu árum síðar lagði hann af stað í leit að One Piece.

Það er lítið gagn að skipstjóra sem ekki hefur áhöfn, þannig að “Straw-Hat” Luffy (viðurnefni sem hann fékk vegna stráhattsins sem Shanks gaf honum) fór að leita sér að áhöfn. Fyrsti áhafnameðlimurinn hans er Roronoa Zoro, sjóræningjaveiðari sem æfir Santoryu (tækni þar sem notast er við þrjú sverð). Síðar bætist væntanlega við Nami, þjófur sem rænir eingöngu sjóræningja, en hún hefur ekki gefið upp svar sitt þegar volume 2 líkur.

Þetta eru mjög skemmtilegar bækur um sjórán og ævintýri, og sýna að ekki eru allir fjársjóðir gull og silfur (svo ég vitna nú lítillega í Pirates of the Caribbean) og allir geta fylgt draumum sínum.