Sverðið í blóði,
skjöldurinn brotinn,
blóðið logar
og baráttuviljinn.

Himininn sortinn,
grasið rautt af blóði.
Sverðin öll glumdu,
í dauða manns flóði.

Dauðinn yfir svífur,
lífið allt farið.
Látnir menn svifið,
á himnadyr barið.

Fór ég ungur,
lífið við leik.
Sá svo menn falla,
og alls staðar reyk.

Liggja menn í valnum,
þó enginn verður grátinn.
Nú sagan er öll,
því nú er ég látinn.