Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Stofnfundur TKÍ

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég vona að þetta verði til þess að meiri peningur verði settur til styrktar keppnisfólkinu. Sem auðvita leiðir til betri árangurs. :) Það var komin tími til að vera sambandsíþrótt innan ÍSÍ. Þetta er kúl. :)

Re: loksisn

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
wohoo…

Re: Hmmm

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Þetta er steypa (með þessi þúsund stig). Ég hlakka allavega til þegar að einhver almennilegur adminn verður svo settur á þetta áhugamál. geySuS og obsidian stóðu sig brilliant, og ég sé enga ástæðu til að taka af þeim adminnin. Þetta er hálf glatað að það sé enginn admin hérna, þetta er að drepast þetta áhugamál hérna. Spuning hvort það sé ekki annar svona umræðuvefur sem hægt er að nota í staðinn?

Re: Wonderful Copenhagen 2002

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég vil einnig benda á myndbandið og myndirnar frá mótinnu á sömu heimasíðu (taekwondo.is). Myndbandið er must að sjá (með hljóði).

Re: Íslanskt útvarp

í Metall fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Það er einfaldlega ekki hlustandi á íslenskt útvarp lengur. Ég er sammála með að allar þessar stöðvar spila commercial pop, sem er stærsti markhópurinn til að græða á. Íslenskar auglýsingar eru líka hrikalega lélegar, stressandi og pirrandi. Þær pirrar mig hrikalega, en jú þessar stöðvar verða að fá inn tekjur á einn eða annan hátt. Lausnin er einfaldlega: ADSL tengin, WinAmp og URL:www.winamp.com/music.

Re: ATH! Frá admin.: varðandi www.taekwondo.is

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Gildir þetta ekki um allar greinar, frá hvaða síðu sem er? Hvernig er það með visir og mbl? Er bannað að taka fréttir þaðan, þó maður greini hvaðan það kemur?

Re: Ráðleggingar óskast

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Taekwondo svipar til Karate, þar sem uppbygging íþróttarinnar eru kílingar og spörk, ásamt formum (Poomse/Kata), og mörgu öðru. Þar sem þú hefur prufað Karate, þá veit ég ekki hvort að Taekwondo sé eitthvað fyrir þig. En það er ekki mikið um close contact og fellingar í þessum íþróttum. Auðvita er æft ýmis brögð og fellingar, en ekkert í samanburði við Judo, Akido eða Jujutsu. Taekwondo byggir meira á háum spörkum en Karate, en að öðru leiti eru þessar íþróttir svipaðar. Kíktu á...

Re: gamlar myndir

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Heimasíðan hefur verið uppfærð, og það lítur út fyrir að myndaalbúmið sé farið???? Eða finn ég það ekki? Ég heyrðu útundan mér að það hafi þurft að taka nokkra hluti út sem ekki voru tilbúnir fyrir nýju útgáfuna af taekwondo.is, svo kannski hafa þeir tekið út myndaalbúmið til að byrja með. Nú megum við bara vona að það verði sett aftur inn. Kannski einhver viti meira um þetta? Annars flott uppfærsla og fullt af góðu efni þarna núna.

Re: Umræður dauðans

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Já, þetta er orðinn rólegur staður, ekki hægt að segja annað. Spurning hvort fólk sé ekki bara víðs fjarri og stjórnendur líka. Þetta fer samt örugglega allt að vakna…. vonandi… :p

Re: Tvö áhugaverð mót í Taekwondo

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Hér kemur keppendalistinn fengin frá Taekwondo.is heimasíðunni. —– Íslensku keppendurnir sem taka þátt í Wonderful Copenhagen Þeir keppendur sem fara til Danmerkur á Wonderful Copenhagen, sem haldið verður þann 17. ágúst, fyrir Íslands hönd eru eftirtaldir: Björn Þorleifsson , Björk Taekwondo, þyngdarflokki: -78 kg Gauti Már Guðnason , Björk Taekwondo, þyngdarflokki: -72 kg Auður Anna Jónasdóttir , Ármann Taekwondo , þyngdarflokki: -63 kg Ásdís Kristinsdóttir , Ármann Taekwondo ,...

Re: Smá fræðsla um Bruce Lee

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Já ég er nokkuð sammála með að það sé óvenju mikil ró yfir þessu áhugamáli. En ég held að aðal ástæðan sé að fólk er einfaldlega komið í sumarfrí. Það er alltaf rólegt á sumrin í bardagaíþróttum. En ég held líka að okkar ofurhugar séum líka viðs fjarri. geySuS er eins og hann sagði í USA, og ég veit ekkert um obsidian. Ég póstaði td grein hérna fyrir 4 dögum, og hún ekki enn kominn inn (Hef allavega ekki fengið skilaboð um að henni hafi verið hafnað eða sammþykkt). Það er frekar dapurt þegar...

Re: Sumarmót Fjölnis

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Hvað er að gerast með þessa umræðusíðu (http://www.hugi.is/martial_arts/)? Hún hefur ekki verið uppfærð í hálfan mánuð? Engar nýjar greinar í langan tíma. Hvað er að gerast?

Sumarmóti Ármanns og Bjarkar frestað

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Sumarmóti Ármanns og Bjarkar hefur verið frestað vegna dræmrar þátttöku. Ætlunin er þó að halda mótið seinna í sumar, í ágúst eða september. Nánari upplýsingar koma síðar. ———- Frétt fengin frá www.taekwondo.is

Re: Sumarmót Ármans og Björk Taekwondo

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Hér koma nánari upplýsingar um mótið. Ég geri ráð fyrir því að þetta verði spennandi mót, þar sem uppsetning á því er öðrvísi. Frá www.taekwondo.is —– Upplýsingar um sumarmótið Sumarmót Ármanns og Bjarkar TKD er fyrir 16 ára og eldri. Ástæða þess að hvert félag má einungis senda 2 keppendur í hvern flokk er sú að með því móti erum við að reyna að tryggja harða keppni milli færustu keppenda félaganna. Það á að vera hvatnig fyrir keppendur að verða þeir útvöldu innan sinna félaga til að keppa...

Re: Evrópumeistaramótið í TKD

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum
Ég var að sjá þetta koma á www.taeknwondo.is. En þar stendur að Bjössi hafi tapað 4-2 en ekki 5-2. ——– Ítalinn hafði betur Í undankeppni á evrópumótinu í Taekwondo sem fram fer í Tyrklandi þessa daga, keppti Björn Þorleifsson norðurlandameistar á móti Claudio Noland Ólympíukeppanda. Þurfti Björn að láta í minnipokann fyrir Claudio sem er gífurlega sterkur keppnismaður, með fjórum stigum gegn tveimur. Í fyrstu lotu, fékk Claudio þrjú stig, og Björn ekkert. Að sögn Jóns Ragnars þjálfara og...

Re: Tveir sterkustu Taekwondomenn Danmerkur íhuga að h

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum
Þessi frétt er greinilega í framhaldi af þessari umræðu hér. Tekin af www.taekwondo.is. —— Karin Schwartz (á mynd) var endurkjörin formaður danska taekwondosambandsins um síðustu helgi. Úrslit atkvæðagreiðslunnar kom nokkuð á óvart, þar sem mikil óánægja hefur verið innan sambandsins undanfarið. Hin mikla óánægja hafði kvatt Sten Knuth, fyrrverandi landsliðsþjálfara, til að bjóða sig fram sem formann með það fyrir augum að leysa hin alvarlegu ágreining sem lengi hefur staðið á milli keppenda...

Re: Shaolin munkar á Íslandi

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum
Spurning hvort þeir fái að brjóta múrsteina á hausi. Er það ekki höfuðhögg?? Hvar er stelpurnar góðu á alþingi núna??

Re: Shaolin munkar á Íslandi

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum
Hverjir standa fyrir komu þeirra?

Re: Ólympíuleikar

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 1 mánuði
Eftir ágætis research, hef ég komist að því að sjálfsvarnaríþróttir er það sama og bardagaíþróttir. En þessi íslensku orð hafa ruglað mig verulega. Allar þessar íþróttir sem fallast undir Martial Arts eru sjálfsvarnar og bardagaíþróttir. Martial Arts þýðir beint, Hernaðarlist, sem svo má túlka sem sjálfsvarnar og bardagaíþróttir undir sama hatt. Það var gaman að sjá að ég er ekki einn um þessa mistúlkannir. Skoðannakönnun á forsíðu: “Gerið þið greinarmun á Baradagalistum og...

Re: Ólympíuleikar

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 1 mánuði
JohnnyG83, mundu að lesa allar greinarnar áður en þú svarar.

Re: Ólympíuleikar

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ástæðan með þessari umræðu var einfaldlega að fá fleirri skoðanir á þessu máli, og mér þykir þetta áhugavert hvernig fólk túlka þessi orð. Það sem veldur mér hvað mestum vangaveltum eru þessi íslensku orð yfir Martial Arts íþróttir og íþróttum tengdum self-defence og combat sports. Þ.e.a.s þau íslensku orð sem lýsa þessum íþróttum. Og það sem ég er forvitinn að vita er hvernig fólk lítur á mismunandi stíla og hvort það gerir mun á að kalla þá mismunandi nöfnum. Eins of fyrr hefur komið fram...

Re: Skylmingar

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 1 mánuði
Skylmingafélag Reykjavíkur Sími: 553-3296 123 Reykjavík Held að skylmingar séu líka kenndar í Hafnarfyrði. Linkar: http://www.olympic.org/uk/sports/programme/index_uk.asp?SportCode=FE http://www.fencing.net/ http://directory.google.com/Top/Sports/Fencing/

Re: Ólympíuleikar

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 1 mánuði
Jájá, ég veit það að Júdó er austurlensk, svo við þurfum ekkert að vera að ræða það meira. Það er gaman að spá í hvað er bardagalist og hvað er sjálfsvarnar list. Það virðist sem fólk hafi mismunandi skoðanir á þessum hlutum. Er sjálfgefið að sjálfsvarnarlistir séu bardagalistir og öfugt? Er íþróttin bardagalist, þegar það er barist í henni? Sennilega er það svo að bardagalistir eru þær íþróttir sem keppt er í, í “full contact”. Þá flokkast allar þær íþróttir með snertingum í “full contact”,...

Re: Ólympíuleikar

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 1 mánuði
Auðvita leið og ég var búinn að pósta hér á undan, fann ég þetta undir Wrestling. Wrestling Greco-Roman: http://www.olympic.org/uk/sports/programme/index_uk.asp?SportCode=WR En eins og ég sagði áður, þetta eru ekki bardagaíþróttir líkt og Taekwondo, Karate, Tai Box o.s.f.

Re: Ólympíuleikar

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 1 mánuði
Sorry, ég meinti auðvita: GRÍSK-rómversk glíma en ekki Rómversk glíma.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok