Þetta er orðið eitt af dauðustu áhugamálum sem ég veit um… ég hef ekki komið hingað lengi og mjööög lítið búið að gerast síðan ég fór… ég sá þessa könnun: “Ef Bruce Lee væri á lífi mundi hann vinna U.F.C?” og ætla aðeins að skrifa um þetta mál og fræða sumt fólk sem kaus um Bruce Lee.

Bruce Lee var ekki BARA leikari, hann var líka alveg hræðilega góður bardagamaður, og þó að hann sýndi það ekki vel í myndunum(miðað við bardagamyndir í dag eru myndirnar hans nokkuð hægar), þá sannaði hann það oft og mörgum sinnum er menn skoruðu á hann í götubardaga(hann tapaði aldrei). Rétt áður en hann dó ætlaði hann að fullkomna bardagahæfileika sína og læra grappling og gólftæknir. Ef hann hefði náð að klára það(og mundi lifa til dagsins í dag í nákvæmlega sama formi), gæti ég vel trúað að hann tæki UFC með annari og PrideFC með hinni :)

og ég vil benda þessum 11% sem kusu “nei af þvi að hann var bara leikari” að horfa á ‘Curse of the Dragon’ sem er nokkuð góð heimildarmynd um hann þar sem maður getur fræðst um líf og störf hans(og fræðst um það að hann var ekki bara leikari)

og já, hin 11% sem kusu “nei hann er ekki nóg stór” ég vil benda ykkur á ‘málsháttinn’(hehe :)):“Skills beat size,” og svo færi hann auðvitað í sinn þyngdarflokk þannig að það væri nú ekki mikið vandamál…

—————————————————-

“Ef Bruce Lee væri á lífi mundi hann vinna U.F.C?”

hvort er verið að meina:
-Hann í dag, 61 árs að aldri, eða
-Hann í dag, ef hann hefði fæðst á áttunda áratugnum?

hehe, ég held að það seinna sé líklegra þó það komi ekki fram í könnununni. En alltaf er einhver sem misskilur og kýs frá vitlausu sjónarhóli þannig að betra væri að útskýra aðeins betur.

Nú er bara að sjá hvort einhver komi á þetta áhugamál og svari þessu :)
<img border=“1” src="