Ég er nemandi í 10. bekk. Fyrir nokkrum vikum fengum við að vita að það yrði engin jólaskemmtun, heldur bara stofujól síðasta daginn fyrir jólafrí, og svo bara ball um kvöldið fyrir unglingadeildina. Okkur var sagt að það væri vegna þess að það væri búið að færa prófin yfir í desember í staðin fyrir janúar og að prófin vær í síðustu vikunni fyrir jólafrí. Svo í dag fengum við að vita að skólaskrifstofa Hafnarfjarðar (og foreldrar yngri krakka) höfðu kvartað yfir því að það færi alltof langur tími í jólaundirbúning hjá okkur(jólakortagerð, póstkassagerð og sitthvor jólaskemmtuninn fyrir barna-, mið- og unglingadeild), þannig að núna á að rífa af okkur jólaskemmtunina og hugsanlega póstkassana líka, þ.e. allt tilhlökkunarefni, og láta okkur hafa PRÓF í staðin!!!
Afhverju tekur enginn tillit til þess hvað VIÐ viljum?

Svo koma einhverjir útivinnandi, nútímaforeldrar, sem eiga litla krakka og kvarta undan því að krakkarnir fái of mikinn frítíma í skólanum, og vilja að skólinn sjái bara um að passa börnin, því að þau hafa engan tíma fyrir þau!
Well, ég get sagt þessu andsk**** fólki hvert það getur stungið þessum helv**** kvörtunum sínum!