Ég er nú svona þannig að ég fer stundum útí tölvubúðir til að
ákveða hvaða leiki ég á að kaupa og sný svo aftur 2-7 dögum
síðar og kaupi þá. Og nokkrum sinnum hefur Sims verið fyrir
valinu. Maxis hefur verið duglegt og vanrækir ekki sims og
sendir reglulega út aukapakka… En þetta er nú orðið of mikið
af því góða!

Bara núna á árinu hafa komið hvað? 4 aukapakkar? Þegar ég
fer útí BT og kem að sims rekkanum er svoleiðis komið svo
mikið aukapakka flóð að maður nær ekki helmingnum af
þessu öllu saman. Ég er nú ekki það vel stæður að ég geti
keypt mér alla sims aukapakkana og hina tölvuleikina sem ég
sem tölvuleikja maður mikill spila.

Síðan eru líka allir þessir nýju hlutir… Mér þótti gaman í
gamladaga að vera bara með hot date og house party og
þekkja flesta hlutina og vita hvað gott er að kaupa hverju sinni.
En í öllum aukapökkunum er barasta ekki nokkur leið að finna
allt þetta.

Eins og vitur maður mælti hér einu sinni þá er sims
hilluleikur, s.s. maður spilar samfleytt í tvo mánuði. setur hann
svo á hilluna í aðra tvo, og eftir það hugsar maður… “Hmm…
Mig langar í sims…” og spilar í aðra tvo.

Sem sagt sims þarf ekki á þúsundum aukapakkna að halda,
nema fyrir ofvirkt fólk sem getur ekki setið kjurt nema í tvær
sekúndur nema að fái eitthvað nýtt.

Einnig taka aukapakkar of mikið pláss á tölvu manns, sem að
er bæði að vinna með tölvur(ég geri tölvuleiki í tómstundum
og á mikið af tölvuleikjum.

Niðurstaða: Sims þarf ekki á öllum þessum aukapökkum að
halda. Vér viljum 2 aukapakka í mesta lagi á ári og hana nú!
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi