Ég var um daginn að horfa á upprifjun af 11. september hryðjuverkunum og
mundi skyndilega eftir hinu gleymda hryðjuverki.
Nei ég er ekki að tala um 11. september, hvorki í New York eða Washington. Ég er
að tala um “flugslysið” viku seinna í Bronx. Munið þið eftir því? Það skéði meira
að segja næstum nákvæmlega viku seinna, minnir að það hafi gerst á svipuðum
tíma dags meira að segja. Ég vill ekki hljóma eins og ég sé einhver
samsæriskenninga geðsjúklingur, en mér finnst tilviljunin of mikil. Yfirvöld gáfu
það út að um slys væri að ræða. “come on” ég á erfitt með að trúa því að New
York hafi verið svo óheppin vikuna 11 til 19 september!

Ég er með mína kenningu.

Eftir hryðjuverka árásirnar 11. september voru Bandaríkin eins og við munum
dauðhrædd. Forsetinn setti viðvörun hersins á fullt og eftirlit var aukið allsstaðar.
Það átti ekki að geta komið fyrir að fleirri hryðjuverk myndu koma. En það kom
nú samt, bæði í Bronx og seinna í skotárásinni í verslunarmiðstöðinni. Ég trúi því
að flugvélinni hafi verið grandað, annað hvort með sprengju eða
skemmdarverkum, en að yfirvöld Bandaríkjanna hafi þaggað það niður sem slys til
að halda fólkinu í landinu rólegu. Málið er nefnilega einfallt, ef að þú ert tilbúinn
að fórna lífi þínu við að gera einhvert hroðaverk, er voða fátt sem getur stöðvað
þig. Vörumst að trúa því sem gefið er upp í fréttum, sagan hefur sýnt okkur að
fréttir eru langt í frá heilagur sannleikur.

Amen