Það er sorgleg staðreynd sem blasir við okkur eftir Verslunnarmannahelgina. Hin mesta lákúra og mannfyrilitning hefur tekið sér bólfestu í upprennandi kynslóð Íslendinga. Ljóst er að hvatir þeirra sem taka sér vald yfir ungum stúlkum og misnota þær í krafi lyfjagjafar er okkur flestum óskiljanlegar. Skyldi rætur þessarar ónáttúru liggja í auknu framboði á klámefni og síbilju þess í fjölvakamiðlum? Hér er ekki leyfilegt að auglýsa tóbak, neyta þess á almanna færi, ekki sýna í verslunum, en naktir líkamar og klámefni er öllum bjóðanlegt!
Mín hugmynd er sú að þeir menn er leggja slíka glæpi fyrir sig hafa ekki mikið að óttast. Dómar yfir níðingum eru vægir og þeir njóta nafnleyndar, svo ekki þurfa þeir að óttast fyrirlitningu samfélagsins. Við sem fordæmum þessa menn höfum í raun ekkert á móti kynlífi, enda eiga þessar nauðganir ekkert skylt við kynlíf. Hér er um ofbeldisglæp, gerræði með ófyrirséðum eftirköstum. Fólk sem verður fyrir líkamsárásum er mörg á að ná upp fyrra sjálfstrausti og öryggi. Því miður virðast engar aðgerðir af hálfu sjórnvalda vera til að aðstoða þetta fólk, svo það geti unnið markvisst að uppbyggingu sem gæti hjálpað þeim til að yfirstíga áfallið og hefja nýtt líf.