Vegna þess að ég hef orðið vör við mikla fordóma einstaka aðila hér í garð asískra kvenna langar mig að birta hér rannsókn sem íslenskur fræðimaður hefur gert á högum þeirra , en hún telur eftir margra ára rannsóknarvinnu á högum innflytjenda að “keypta asíska konan” sé algengur innflytjandi hér sé goðsögn og í reynd sé það þessi goðsögn sem mest skaðar líf og líðan asískra kvenna hér og því sé mikilvægt að berjast gegn henni.


Rannsókn Sigurlaugar Hrundar Svavarsdóttur á högum asískra kvenna á Íslandi.


Fræðimaðurinn Sigurlaug Hrund Svarvarsdóttir gerði rannsókn á högum asískra kvenna á Íslandi sem hefur fengið mikla athygli. Sigríður Inga Svarvarsdóttir tók viðtal við Sigurlaugu um rannsóknina birtist í blaðinu “Nýtt Líf” í Mars árið 2000. Þessi grein er að mestu unnin upp úr þessari blaðagrein, afþví að mér finnst að þessi rannsókn hafi á sínum tíma greinilega ekki fengið nóga athygli.
Sigurlaug vann að rannsókn árið 1996 um nýbúa á Íslandi og tók þá viðtöl við fólk frá ýmsum löndum.

Henni fannst áberandi hvað asískar konur voru oft illa settar í samfélaginu, gekk illa að aðlagast nýja landinu, læra tungumálið og fleira. Þess vegna hafði hún sérstakan áhuga á því að kynna sér aðstæður þeirra betur.

Það var mjög erfitt að fá konurnar frá Asíu til að koma í viðtöl til að byrja með, aðallega þar sem þær unnu svo gríðarlega mikið og voru oft í tvö-eða þrefaldri vinnu og oft í mjög illa launuðum störfum , og höfðu því mjög lítinn tíma til að taka þátt í rannsókninni.

Flestar konurnar höfðu komið hingað vegna slæms atvinnuástands í heimalandi þeirra í bland við ævintýraþrá. Þær fengu kannski tilboð um að koma hingað að vinna og ákváðu að slá til.

Ein konan skar sig þó úr hópnum, hún hafði alltaf haft mikla útþrá og þráð að flytja til útlanda og giftast erlendum manni og kynntist síðan íslenskum eiginmanni sínum í gegnum bréfaskriftir.

Aldur skipti máli hjá tveimur kvennannna. Aldur spilaði inn í hjá tveiur konunum, þeim fannst kominn tími til að giftast og stofna heimili, vegna þess hvaða aldri þær höfðu náð, og á þessu tímabili kynntust þær svo einmitt íslenskum karlmönnum og fluttust til Íslands.

Algeng ástæða fyrir veru asískra kvenna hér er sú að í Asíu er hefð fyrir því að konur fari til annara landa að vinna en það er m.a. vegna þess að dregið hefur úr framboði á störfum fyrir Asíska kalla um allan heim. Þessar konur senda síðan peninga heim og sjá þannig fjölskyldum sínum farborða og þá er ekki bara verið að tala um mann og börn heldur um stórfjölskylduna. Konurnar sem eru hér gera þetta einmitt mjög oft.

Erlendar rannsóknir sýna að 30-50% Filippseyinga eru háðir fjármagni frá konum sem vinna erlendis þannig að fyrir þessi lönd hefur þetta mikla efnahagslega þýðingu.

Hingað kemur líka gríðarlegur fjöldi asískra kvenna til að vinna í takmarkaðan tíma. Þær kjósa ekki allir að setjast hér að.

Margar af konunum í rannsókn Sigurlaugar ákváðu þó að flytja til Íslands fremur af ævintýraþrá en fátækt og þeirra höfðu alls ekki búið við hræðilegar aðstæður í heimalandi sínu þó þar væri mikið atvinnuleysi. Þær vissu lítið sem ekkert um Ísland áður en þær komu hingað-vissu bara að þær voru að flytja til útlanda, sem þeim fannst í sjálfu sér nógu spennandi.

Erfiðleikar fylgdu þó oft í kjölfarið, þeim fannst erfitt að venjast kuldanum, og einangruðust tímabundið meðal annars vegna tungumála öðrugleika. Flestar vildu læra málið en höfðu ekki kost á öðru en að læra það af ensku mælandi kennara, sem gekk ekki nógu vel þar sem ensku kunnáttan var ekki fullkomin. Nú er þó hér á landi tælensk kona sem hefur verið að kenna tælensku heima hjá þér og þeim tælensku konum sem sækja tíma til hennar gengur flestum mjög vel. Vera gæti að þetta væri lausn fyrir flestar asíar konur og menn; íslenskukennsla á móðurmálinu, en ekki allir eiga þess kost enn.


Þessum konum fannst Íslendingar almennt oftast taka sér ágætlega, sérstaklega þeim konum sem voru í tengslum við íslenskar fjölskyldur en þeim var yfirleitt vel tekið og þær boðnar velkomnar af fjölskyldunni og það skipti þær mjög miklu máli. En því miður höfðu margar asísku kvennanna upplifað neikvæða hluti hér, enda goðsögn að á Íslandi séu engir kynþáttafordómar, og margar höfðu fengið athugasemd um að þær væru vændiskonur.

Ein mikil ástæða fyrir þessum athugasemdum er að mati Sigurlaugar líklega goðsögnin um að þær hafi verið keyptar hingað, umfjöllun fólks sem er illa að sér í blöð um mál asískra kvenna hefur einnig að mati Sigurlaugar haldið þessari goðsögn á lífi, einnig greinar blaðamanna sem eru illa að sér og hafa ekki stundað raunverulega rannsóknarvinnu um þessi mál, en Sigurlaug telur að það sé þessi neikvæða umræða sem lítill fótur er fyrir sem skapi fordómana.

Margar asísku kvennanna voru komnar í hjónaband eða sambúð með íslenskum manni þegar Sigurlaug talaði við þær, en það hafði ekki verið upphaflega ætlunin fyrir þær með veru sinni hér að setjast hér að. Aðeins eina hafði langað að setjast að í öðru landi og það var vegna þess að hún fann ekki vinnu við sitt hæfi í heimlandi sínu.

Asískar konur hér stunda oftast láglaunastörf svo sem verksmiðjuvinnu, þrif eða vinnu í mötuneytum. Þetta eru yfirleitt störf sem illa gengur að fá Íslendinga í af einhverjum ástæðum. Asískar konur eru þekktar af vinnuveitendum sínum fyrir mikla samviskusemi og að mæta vel og vinna vel. Sigurlaug óttast þó að margir vinnuveitendur hafi brotið á þeim og veit til dæmis um dæmi þar sem asískar konur vinna frá 5 að morgni til 11 að kvöldi.
Flestar konurnar sem Sigurlaug talaði við hafa einhverja menntun og sumar þeirra hafa farið í langskólanám. Einhverjar höfðu farið í háskólanám, aðrar höfðu hafið háskólanám í heimalandi sínu en áttu eftir að fá prófgráðuna sjálfa. Yfirleitt var menntun þeirra ekki metin hérlendis og aðeins ein af konunum í rannsókn Sigurlaugar hafði fengið hér vinnu í samræmi við menntun sína og hún hafði gefist upp á starfinu vegna tungumálaerfiðleika, og kannski ekki átt kost á kennslu á móðurmáli sínu frekar en margt fólk af asískum uppruna hér. Ein konan var með viðskiptamenntun frá heimalandi sínu og fór auk þess í viðskipta- og tölvunám hér til að auka möguleika sína á að fá vinnu. Hún talaði auk þess mjög góða ensku. En þegar hún fór í fyrirtæki að sækja um störf var henni alltaf strax boðin vinna við skúringar og henni var aldrei gefin kostur á því að sækja um starf við sitt hæfi. Það endaði með því að hún fór að vinna í verksmiðju.

Fleira athyglisvert kom fram í rannsókninni…Það sem mér fannst hvað athyglisverðast er að fræðimaðurinn Sigurlaug Hrund Svarvarsdóttir sem hefur rannsakað þetta mál ítarlega segir að “keypta konan” sé í reynd varla til hér, og því um goðsögn að ræða.
Engin af konunum í rannsókn hennar féll í þennan hóp og svo virðist sem slíkar konur sé hér varla að finna. Það var líka athyglisvert að það er einmitt þessi goðsögn að flestar asískar konur séu keyptar hingað sem Sigurlaug telur eftir rannsóknir sínar í þó nokkur ár að sé ein mesta ástæða fordóma þeirra sem asískar konur mæta hér á landi, svo sem athugasemdnum frá karlmönnum sem kalla þessar hörkuduglegu og ævintýragjörnu konur “mellur” og annað óviðeigandi á almannafæri og fleira sem gerir þeim dvölina á Íslandi verri en annars. Því telur Sigurlaug mikilvægt að við upprætum þessa fordóma og höldum ekki lífi í þessari goðsögn, sem hún eftir margra ára rannsókna vinnu hefur komist að að er vissulega goðsögn og ekkert annað.

——————————————————————-

Asískar konur eiga betra skilið en þetta, sem manneskjur, og það ætti fólk að virða hvar sem það stendur í afstöðunni til innflytjenda, þó ekki væri nema af virðingu fyrir sannleikanum. Það má deila um það hvort við viljum fá marga eða fáa innflytjendur hingað á næstunni og fleira í tengslum við innflytjendur, en það ætti ekki að halda lífi í svona gróusögum og alhæfingum um asískar konur, sem eru að mati Sigurlaugar, einmitt það sem heldur fordómum gegn þeim á lífi og gerir þeim mestan skaða hér á Íslandi.