Nú var ég á göngu fyrir utan Hafnir á Reykjanesi um daginn með manni mínum og 2 hundum,er við gengjum fram á gamalt eyðibýli sem verið var að gera upp.Þarna var enginn og gengjum við framhjá húsinu og uppá veg,þarna var svo óhuggulegt að það er ólýsanlegt,einhverslags skítur um allt,,þvílikar hrúgur,,ótrúleg stærð,þetta var hryllingur.Svo sé ég stóran bala sem var fullur af hundamat,og fata hjá með vatni,ég hélt fyrst kannski að björgunarsveitin hafi verið með æfingu þarna með sína hunda,en það var samt ansi ótrúlegt þar sem þeir taka nú til eftir sína hunda,og eru sjaldan á Þessu svæði.
Svo var ég að lesa á netinu áðan að þarna heldur kona til með 6 hunda,tík með 5 hvolpa á aldrinum 4-5 mánaða,allt Great dane.Þeir ganga lausir og bókstaflega hræða líftóruna úr hverjum er fer hjá.
Lögreglan hafði einhver afskipti af þessu,tók dýrin en afhenti aftur gegn loforði um þeir yrðu bundnir.Ég bara spyr:Hverjum dettur í hug að eiga 6 stykki Great Dane,meðalstærð er 80 cm og 50-60 kg,en geta hæglega orðið stærri,mér finnst þetta svo afar skrýtið,mér skildist að hún hefði flutt inn fulla tík og viljað fá 280 þús.fyrir hvolp,en núna fást þeir á 190 þús,þar sem gengur illa,reyndar gengur það ekki neitt að losna við þetta.
Hvernig er hægt að eiga svona í litlu einbýli?Hvernig er unnt að veita þessu það sem þarf?Sjáið þið fyrir ykkur hvað þarf að gefa þessu að éta?
Ég er alveg steinhissa á þessu.
Ætli hún sé í HRFÍ eða álíka?
Er einhver sem hefur meiri vitneskju um þetta?


Ég er mest hissa á yfirvöldum að aðhafast ekki eitthvað meira í þessu,þar sem þetta er komið fram á annað borð.

Spáið í þessu!