Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

lhg
lhg Notandi frá fornöld 230 stig

Re: Amma og jólagjafirnar

í Tilveran fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ömmur hafa oft einhvern í uppáhaldi hvort sem hann á það skilið eða ekki. Amma mín hafði eina frænku mína í uppáhaldi og gaf henni alltaf flottari gjafir en öllum öðrum. Ekki eins og það skipti máli. Þú átt eftir að eiga pening til að kaupa þér sjónvarp einhvern tímann meðan frændi þinn á ábyggilega eftir að selja sitt til að kaupa hass.

Re: Femínistar ,kveneðli og karlaeðli.

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Það er margt inni í þessum launamun sem er ekki tekið með í reikninginn og stærsti parturinn af því er að konur taka yfirleitt á sig stærri partinn af ábyrgð á heimili og börnum. Þetta þýðir að konur taka lengra fæðingarorlof, ef annar aðilinn er heimavinnandi er það yfirleitt konan, ef annar aðilinn er í hlutastarfi er það yfirleitt konan og ef annar aðilinn vinnur yfirvinnu til að lappa upp á fjárhaginn er það yfirleitt karlinn. Þetta gerir meðalkarlmanninn að verðmætari starfsmanni fyrir...

Re: Gifting samkynhneigðra

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Það sem gerir málin flókin með þjóðkirkjuna er að hún er ríkisstyrkt framyfir aðra söfnuði. Auðvitað er það tímaskekkja að ríkið á tímum trúfrelsis sé að styrkja eitthvað battarí sem byggir á gamalli skruddu sem er langt í frá í takt við tímann. Auk þess náttúrulega sem prestaráðið velur og hafnar eftir því sem gott þykir. Ef þeir ætluðu að taka Biblíuna bókstaklega, þá ættu þeir ekki að viðurkenna skilnaði og ættu því að neita að gifta fólk sem er fráskilið vegna þess að Jesú sagði að fólk...

Re: ódýr hunda- og kattamatur, framhald

í Kettir fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Það verður líka að vera maður sem kötturinn vill éta. Ég er með læðu sem étur Purina eða Purina One, henni er sama hvort. Svo er ég með kettling sem vill ekki kettlingamat, hvorki Purina né annað sem ég hef prófað. Hann hefur étið matinn frá læðunni og hann er líka forfallinn í Prescription Diet sem ég fékk einn poka frítt frá dýralækni til að prófa. Læðan vill hins vegar ekki sjá Prescription Diet og ekki kettlingamat, jafnvel þó hann sé frá Purina. Ég hef smá áhyggjur af að hann sé ekki að...

Re: Sambandi við Jamie Olivers School Dinners

í Tilveran fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Prógrammið endaði með að takast vel eftir smá byrjunarörðugleika og hefur verið tekið upp í mörgum skólum. Kennarar tala um að krakkarnir einbeiti sér betur og séu þægari heldur en af ruslfæðinu. Hann fann líka út að krakkarnir taka þessu mun betur ef það er kynnt í skólanum áður en matseðlinum er breytt, t.d. með hollustuviku og fræðslu um hollan mat. Konurnar sem vinna í eldhúsunum þurfa líka smá námskeið til að breyta um stíl og hann fékk það í gegn að þær fengju borgaða yfirvinnu fyrir...

Re: Læstur úti :P

í Tilveran fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Já, ég hélt að sagan myndi enda þannig að þetta hefði verið vitlaus íbúð. Ég heyrði sko um strák sem var nýfluttur í raðhús eða þannig og var að koma heim af fylleríi. Hann gat ekki komið lyklunum í skrána og var alveg með húsnúmerið rétt svo það var ekki málið. Þá barði hann allt utan þangað til var opnað og þá voru þetta einhver vingjarnleg eldri hjón sem buðu honum inn í mjólk og smákökur. Þá var strákgreyið í vitlausri götu.

Re: Árni Magnússon-Félagsmálaráðherra

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Það eina sem þarf að gera með fæðingarorlofið er að setja þak á það. Það er engin þörf á því að borga fólki sem er með milljón á mánuði 800 þús. fyrir að fara í fæðingarorlof. Það getur léttilega lifað af á minna.

Re: Vinna erlendis yfir sumartíman

í Ferðalög fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Þegar ég var í þessu, þá þurfti maður nú ekkert að mæta á þessa fundi nema maður vildi. Ég mætti frekar sjaldan á þetta, enda var ég líka í vaktavinnu en ég fór í held ég öll ferðalögin sem voru í boði. Í fyrra skiptið sem ég fór voru Nordjobbararnir dreifðir út um allan bæ nema slatta margir á þeirri heimavist sem ég bjó á og maður kynntist þeim miklu betur sem voru á vistinni þó það væru Danir eða Norðmenn heldur en þeim Íslendingum sem bjuggu annars staðar í bænum. Flestum kom sæmilega...

Re: Vinna erlendis yfir sumartíman

í Ferðalög fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Þið labbið ykkur bara uppí Norræna hús og sækið um í Nordjobb. Látið það fylgja á umsókninni að þið viljið helst vinna saman og búa saman eða nálægt hvor öðrum og svo bara sjáiði til. Ef þið fáið ekki vinnu í gegnum Nordjobb getiði farið á http://europa.eu.int/eures/home.jsp?lang=en og fundið vinnu við eplatínslu eða vínberjastöppun. Annars segir fólkið í Nordjobb að þessir vinir að fara saman geri þeim mun erfiðara fyrir að finna vinnur og húsnæði fyrir fólk og að það þekkist ekki nema af...

Re: Dell fartölva

í Hugi fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég átti Dell Latitude fartölvu og harði diskurinn í henni fór þegar hún var tveggja til þriggja ára gömul.

Re: Að vera bréf beri er erfiðari en ég hélt

í Tilveran fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Pósturinn á bara að heimta betri merkingar eða neita að bera út annars. Fólk á Íslandi heldur að pósturinn sé skyggn og viti sjálfkrafa hver býr í hvaða íbúð í jafnvel þrí eða fjórbýlishúsum þar sem eru engar merkingar á íbúðadyrunum. Pósturinn á annað hvort að heimta að fólk setji nöfnin á öllum í íbúðinni á lúguna eða merki lúguna með íbúðanúmeri sem sé þá á öllum pósti. Auðvitað eiga svo húsin að vera með númeri. Ekki eins og það kosti eitthvað stórfé að henda upp númeri á húsið eða...

Re: Hvað heitir.......?

í Hugi fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Það heitir “I'd Like to Buy the World a Coke” og sagan í kringum það er á http://memory.loc.gov/ammem/ccmphtml/colaadv.html

Re: Stargate SG-1 kemur á Skjá-1

í Sci-Fi fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég bý í Kanada og sé þessa þætti daglega og þetta eru fínir þættir. Ég hef ekki séð fyrstu seríuna.

Re: Gamall DOS RPG Leikur

í Hugi fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Hljómar eins og Angband, sjá: http://www.thangorodrim.net/ Maður fór í einhverjar dýflissur og þurfti að finna hluti og berjast við skrímsli og óvini. Svo gat maður farið upp í þorpið og selt draslið sem maður hafði fundið og keypt sér betra drasl sjálfur. Ég held að það hafi átt að vera hægt að vinna þennan leik en ég nennti aldrei það langt. Ég man líka eftir svipuðum leik á Mac sem hét Umoria.

Re: Heimilisofbeldi gagnvart körlum...

í Hugi fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Þú getur spurt lögguna hvort hún haldi skrá yfir slík tilfelli. Annars býst ég ekki við að margir karlmenn kæri heimilisofbeldi vegna þess að almenningur gæti álitið þá aumingja.

Re: Fjármálavit og einkabílar

í Fjármál og viðskipti fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Það eru vissir kostir við að eiga bíl eins og t.d. að geta brugðið sér út úr bænum hvenær sem manni dettur í hug. Auðvitað gæti maður tekið bíl á leigu af og til en þá verður maður að skipuleggja það fyrirfram. Maður er líka fljótari í ferðum, svona almennt. Ferð sem tekur 40 mín. með 2-3 strætóum tekur kannski ekki nema 10-15 mín. í bíl. Svo er það bara mat hvers og eins hvort þetta sé þess virði. Fólk sem vill endilega rúnta um á fjallajeppum innanbæjar eða eiga mjög dýra bíla er svo allt...

Re: "Þjófnaður á nettengingu"

í Hugi fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Hringdu í tæknideild þess aðila sem þú ert með tengingu hjá og segðu honum að þú haldir að einhver sé að downloada í gegnum þína tengingu og spurðu hann hvernig þú eigir að loka á það. Hvort þetta er ólöglegt eða ekki skiptir ekki öllu máli því þú átt líklega aldrei eftir að ná í skottið á þeim sem var að þessu eða getað sannað það uppá hann. Þú getur hins vegar vælt í þeim sem þú ert með tenginguna hjá að fella þetta download gjald niður eða gefa þér afslátt vegna þess að þeir hefðu átt að...

Re: Kjör erlendra starfsmanna...

í Deiglan fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ríkissjúkrahúsin í Bandaríkjunum mega líka rukka þig en þeim ber skylda til að lækna þig þó þú sért ekki með tryggingu og eigir engan pening. Einkaspítalinn þarf bara að bjarga lífi þínu en ef þú missir sjón, heyrn eða útlimi þá kemur þeim það ekki við. Leikkonan Suzanne Sommers (var heimska blondínan í 3's company ef einhver man eftir þeim þáttum) lenti í því þegar hún var ung og fátæk að það var keyrt á son hennar og hann fótbrotnaði. Konan sem keyrði á strákinn var ekki með tryggingu eða...

Re: Hæð

í Tilveran fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Það er misjafnt eftir fjölskyldum hvenær fólk hættir að vaxa. Þú getur spurt pabba þinn hvenær hann hætti. Ef hann var ennþá að vaxa fram til 18, þá áttu kannski smá séns. Annars er það ekki það versta í heimi að vera lágvaxinn :)

Re: Morðmál

í Deiglan fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Miskabætur fyrir einhvern sem er drepinn fara bæði eftir því hvort það er krafist bóta og hvaða fjárhæðar og hvort fólk hafi einhverja kröfu á bætur. Ef bróðir minn væri t.d. drepinn, þá væri tómt mál fyrir mig að fara fram á bætur vegna þess að ég er ekki háður honum fjárhagslega. Foreldrar okkar gætu farið fram á bætur og búist við að fá eitthvað smá, konan hans gæti fengið meira en er samt fullorðin manneskja sem getur séð fyrir sér sjálf og þess vegna gætu börnin þeirra fengið mest. Í...

Re: HJÁLP!!!!

í Hundar fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Mér var sagt þetta líka og ég tók ekki mark á því. Ég á að vera með ofnæmi fyrir bæði köttum og hundum. Ég átti hund í næstum 15 ár og fann mest fyrir ofnæminu ef ég var að baða hann eða bursta hann. Ég lét hann ekki sofa inni hjá mér. Núna á ég kött og ég get fengið smá ofnæmi fyrir köttum sem ég þekki ekki en hef vanist mínum ketti.

Re: Hvert mega hundar fara?

í Hundar fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Það er almennt bannað að fara með hunda inn alls staðar nema það sé sérstaklega leyft. Þú getur reynt að fara með hundinn í búðir og kannski eru einhverjar búðir sem myndu ekki reka þig út. Ég held að það sé frekar útúr kú að reyna að fara með hundinn í strætó. Af hverju þarftu annars að fara með hundinn með þér út að versla?

Re: Kattardjöfull!!

í Kettir fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Taktu með þér vatnsbyssu þegar þú ferð út og sprautaðu á hann ef hann gerir sig líklegan til að koma nálægt þér. Það gæti kannski virkað eitthvað.

Re: Au-pair eða hefðbundin vinna erlendis?

í Ferðalög fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Þetta er bara tvennt mjög ólíkt. Sem au-pair getur þú farið svo til hvert sem er en ef þú ætlar að fá þér venjulega vinnu getur þú ekki farið til USA nema standa í stappi með atvinnuleyfi. Sem au-pair er þér reddað húsnæði og mat hjá fjölskyldunni sem þú ert hjá og þú hefur au-pair samtökin til að leita til ef það gengur eitthvað illa. Fjölskyldur eru misjafnar og það er ekkert óalgengt að það komi upp vandamál. Au-pair eiga yfirleitt að fá frí á kvöldin og geta farið á einhver námskeið en...

Re: 7 ára strákur að taka 95kg í bekk??

í Heilsa fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég sá heimildarmynd um hann í imbanum fyrir ekki svo löngu. Hún hét held ég The strongest boy in the world eða eitthvað svoleiðis. Það var talað við hann, mömmu hans og fleiri. Pabbi hans þjálfaði hann upp frá því hann var smábarn og þegar hann var 6 ára gamall fór hann með hann inná Gold's gym og sýndi hann. Eigandinn sem var mikill vaxtarræktargaur fékk áhuga og hjálpaði honum að komast inn á sýningar ofl. og auglýsa upp “littla Herkúles” eins og þeir kölluðu hann. Pabbinn var hins vegar...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok