Já, þetta er búið að vera heit umræða núna undanfarna mánuði og langaði mér aðeins að velta þessu fyrir mér og spurja nokkra spurninga um hvað þetta snýst alltsaman, til þeirra sem það vita, svona þar sem ég hef ekki sett mig nógu mikið inn í þetta mál.

1. Staðfest samvist (heitir það ekki annar það) sem er hérna á Íslandi, gefur það ekki hommum og lesbíum sem staðfesta samvist sína, öll þau réttindi sem að maður og kona fá þegar þau gifta sig? (fyrir utan að fá að ættleiða börn).

2. Ef svo er, fyrir hverju er þá verið að berjast? Að samkynhneigðir fái að gifta sig í kirkju? Er það ekki kirkjunnar að ákveða? Væri það ekki rangt að láta kirkjuna fara gegn sínu helgasta riti, Biblíunni, sem að allt hennar starf byggist á? (sbr. 3. Mósebók, Leveticus 18.22: Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri … )

3. Afhverju vilja samkynhneigðir eiginlega gifta sig í kirkju? Væri ekki hægt að gera einhverja athöfn úr því þegar samkynhneigt par staðfestir samvist sína? Það eru oft mjög hátíðlegar athafnir haldnar þó þær séu ekki haldnar í kirkju.

4. Er þetta ekki allt saman bara einhver minnimáttarkennd í samkynhneigðum vegna þess að kirkjan vill ekki viðurkenna þetta sem eðlilegan lífsstíl? Ég meina, hversvegna vilja þeir neiða kirkjuna með lögum til þess að viðurkenna þetta? Kirkjan er trúarleg stofnun sem fer eftir trúarlegu riti sem mælir gegn þessu, afhverju er kirkjan ekki bara látin í friði?

Að lokum vill ég benda á að ég er ekki að reyna stofna til neinna leiðinda, þetta eru bara hlutir sem ég hef verið að velta fyrir mér og mundi vilja fá aðra hlið á, væri mjög gaman að sjá hvað samkynhneigðir segðu um þetta mál.
Ég ættla biðja þá sem eru í einhverju reiðikasti eða eitthvað svoleiðis að bíða bara aðeins með það að skrifa comment þangað til þið getið rætt þetta á málefnalegum nótum.