Ég trúi ekki á guð. Þegar ég fermdi mig, þá hafði ég bara voða lítið pælt í því, og mig langaði bara að fá gjafirnar.. en síðan þegar ég byrjaði að hugsa útí það, þá fannst mér það bara svo asnalegt eitthvað að trúa á eitthvað sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Mín skoðun allavega. Það má vel vera að þetta sé hræsni í mér, að fermast og vera svo ekki trúaður, en ég hafði bara ekki myndað mér neina skoðun sjálfur á þessu þegar ég fermdist. Gerði bara það sem maður ‘átti’ að gera.