Trúarbrögð hafa frá byrjun alda verið ein helsta uppspretta stríða og morða og er það enn þann dag í dag. Sem betur fer hafa flest viti borin lönd séð til þess að trúfrelsi sé til staðar. En ég tel það ekki nóg. Vandamálið sem við stöndum fyrir nú til dags er að það eru allir trúarhópar að reyna sannfæra fólk um tilveru guðs. Það sárvantar hóp til að berjast fyrir að trúarbrögð færi sig burt með öllu frá skólum og hinum almennu stofnunum. Það vantar hóp sem reynir að koma þessum óþverra úr öðru fólki eða nokkurskonar ótrúboðar ef svo má kallast. Það vantar hóp fyrir fólk sem trúir á vísindi og á það sem við vitum að sé til staðar. Jafnvel þó að sú vitneskja sé sú að við vitum voða lítið um heiminn. Það sem við vitum nokkuð vel er að svo virðist sem að það sé enginn guð. Eða ef hann er til að honum sé nokk sama hvað gerist fyrir okkur.

Ég tel að trú sé eitthvað sem við búum til sjálf til að koma okkur í gegnum erfiða tíma eða þegar við skiljum ekki hlutina. Og trúin hefur hjálpað mörgum í gegnum svoleiðis tímabil. En hið illa sem fylgir er ekki virði hins góða. Hið góða við trú má ná fram með mannlegum og jarðbundnum hætti. Og með vondu hliðina þá er kanski ekki hægt að uppræta hana en það má láta opinbera hana fyrir það sem hún er.

Annað sem að til dæmis hin kristna kirkja vill láta okkur trúa á er að það séu til hin kristnu gildi. En þetta er ekki kristin gildi. Þetta eru siðfræðileg gildi sem að koma trú ekkert við. En það þarf að kenna þessi gildi. Ef berjast á gegn trúarbrögðum þarf að kenna fólki. Þess vegna þarf hina trúlausu stofnun. Stofnun sem að berst gegn trúarbrögðum og reynir að koma inn í staðinn mannlegum gildum og siðferði í skólum.

Ég mundi vilja heyra álit annara á stofnun svona hóps og myndun tengsla við aðra svipaða erlendis. Er einhver þarna úti sammála mér.