Tracy er minn maður! Einfaldlega dáist að þessum dreng fyrir hæfni, getu og fyrir það vera laus við allt sem kallast stjörnustælar. En til að svara iverson þá vildu Toronto ef ég man rétt alveg semja við Tracy aftur, en áhuginn var ekkert rosalegur. Þeir höfðu Vince, sem var nóg að þeirra mati. Hins vegar bauðst Toronto leikmenn í “skiptum” fyrir Tracy og Toronto tók því ásamt því að Tracy tók 7 ára, 93 milljón dollara samningi við Orlando. Orlando vissu að Tracy var góður, en þetta góður?...