Nú er mikið rifist um það og metist hvor sé betri, Kobe Bryant eða Tracy McGrady. Það sem hér kemur á eftir er í raun svipað og kom á ESPN.com… OK! Taka skal fram að þetta á ekki að vera metingur um “hvor treður flottara” “hvor skorar meira” eða overall fan-to-the-bone metingur. Þeir sem svara eingöngu með stuttum svörum eins og “Kobe rúlar!” eða “T-Mac er bestur!” eru ekki að spá mikið í körfubolta.

Þetta er eingöngu metið út frá ykkar persónulega mati ef tekið er tillit til tölfræðarinnar. Ég er ekki að kalla þessa litlu könnun mína sem final answer: He is better… bara lítil skemmtun fyrir okkur. Hvor er mikilvægari?

Það skal enginn neita því að Kobe hefur átt mjög góða leiki undanfarið. En er hann að kreista þetta út úr sér? Kobe bað liðsfélaga sína afsökunnar eftir síðasta leik þar sem hann skoraði hvað, 41 stig. Hann misnotaði heilan helling af skotum og nýtingin var 13 af 34… right! Er hann að rembast við að ná þessum 40 stigum? Ég veit það ekki, ég skoðaði ekki alla leikina þ.e nýtinguna en bara af þessum leik að dæma þá virðist þetta hljóma eins og “hey látið mig fá boltann… ég hitti fyrr eða síðar!”.

Tracy McGrady á líka til að skjóta og skjóta og skjóta þó hann hitti ekki vel, en hann í raun þarf þess þarna niðri í Orlando enda ekki margir sem geta tekið við af honum ef hann klikkar. Kobe has Shaq remember. Síðasti leikur Orlando fór þannig að þeir unnu Nets frekar sannfærandi og var Tracy býsna öflugur. 46 stig, 13 stoðsendingar og 10 fráköst. Impressive… sérstaklega ef tekið er mið af hann hitti úr 16 af 27 skotum sínum… En eins og Kobe, er hann að kreista þetta út úr sér?

Jæja það sem ég ætla að biðja ykkur að gera er að hugsa aðeins og bera þessa tvo saman…

1) Ef tekið er tillit til liðsmanna þeirra tveggja, hvor er þá mikilvægari fyrir sitt lið? Með öðrum orðum, hvort liðið á í meiri vandræðum ef það missir sinn aðalmann?

2) Að ykkar mati, hvor virðist eiga auðveldar með að skapa sér færi og nýta þau? Þá skal taka tillit til andstæðinga og samherja þeirra tveggja, þ.e hversu vel þeir hjálpa til.

3) Hvor er að kreista meiri safa úr sjálfum sér til þess að eiga 40+ stiga leiki? Þá skal taka tillit til nýtingar og hvaða áhrif það hefur á liðið í heild.

4) Hvor þeirra býr yfir meiri líkamlegum styrk? Þ.e ekki endilega flashy troðslur heldur snöggar hreyfingar og skjót hugsun. Líkamlegur styrkur er s.s ekki endilega “vá djöfull hoppar hann langt”, meira overall líkamleg geta.

5) Þú ert í NBA, ert í liði þar sem bæði Kobe og Tracy eru samherjar þínir, 5 sekúndur eftir og ykkar lið er 2 stigum undir. Hvor fær boltann? Taka skal tillit til álagsþols og getu til að skapa sér færi og nýta þau..

6) Kobe hitti úr 4 af 19 í síðari hálfleik gegn Sonics, og þar á meðal 0 af 6 á síðustu 5 mínútunum. Kobe viðurkenndi að hann væri að reyna að ná 40 stigunum. Spurningin er: Er þetta rétt af honum að leggja liðið í hættu með því að reyna að ná persónulegu sem og deildarmeti? Hefði Tracy lagt sitt lið eins mikið í hættu ef hann gerði það sama?


Eins og ég sagði þá er enginn alvarleiki bakvið þetta, bara smá gaman fyrir okkur hérna á Huga. Endilega segið ykkar álit á þessu og svarið þessu ef þið hafið áhuga.

Tek aftur fram að stutt og klúðursleg svör eins og ég minntist á áðan eru ekki merki um mikið vit á körfubolta.

<br><br><b>“You too will come to understand fear, as I have”</b>
<i>-Pious Augustus-</i>

<font color=“#FF0000”><a href=“mailto:arnarfb@mmedia.is”>E-mail</a> | <a href="http://kasmir.hugi.is/jonkorn“>Kasmír síðan!</a> | <a href=”http://jonkorn.tk“>Hin síðan!</a> | <a href=”http://www.cardomain.com/id/jonkorn"> Cardomain síðan!</a></font
Þetta er undirskrift