Jæja ég er orðin admin hérna á gæludýrum og undiráhugamálunum hundum og köttum.

Mig langar til að reyna aðeins að endurvekja þetta áhugamál því mér finnst það aðeins falla í gleymsku hjá fólki eins og flest yfiráhugamálin hérna, því miður :(

Ég er að reyna að berjast fyrir því að fá undiráhugamál sem er fyrir almenn gæludýr og væru þá korkar fyrir t.d fugla, fiska, nagdýr, skriðdýr. Losna við þessa hunda og ketti sem flooda allt hitt út hjá okkur, því mér finnst hin gæludýrin engu ómerkilegri þó þau séu ekki jafn vinsæl kannski og hundarnir og kettirnir :(

En í bili þá er ég búin að biðja um að fá þessa korka á yfiráhugamálið. Því satt besta að segja þá hefur hitt ekkert gengið :-(

Ég er búin að setja textakubb þar sem ég set nýjustu innlegg á korkana því ég veit ég er allavega þannig að ég fer síður inn á gæludýrakorkinn því fyrst þarf maður að fara inná áhugamálið og svo inn á korkinn sjálfan en ekki eins og á undiráhugamálunum þar sem fimm síðustu innlegg birtast.

Einnig er ég búin að biðja um korkinn Í boði/óskast á gæludýraáhugamálið og korkana Í boði/óskast á kattaáhugamálinu og Týndar/fundnar kisur. Þannig í stað þess að láta okkur adminana vita til að við getum sett inn á textakubb þá getið þið gæludýrahugarar sjálfir séð um það og þá birtist það náttúrulega strax :-)

Ef þið hafði einhverjar góðar hugmyndir eða viljið reyna að styðja mig í þessu þá endilega megiði leggja inn góð orð hérna fyrir neðan eða jafnvel senda ritstjora/vefstjora óskir um að fá þetta á framfæri.

Ég stefni á nýtt og betra gæludýraáhugamál !! (ofsalega er þetta nú stjórnmálalegt hjá mér, ég sem er gjörsamlega ópólitísk hehe)

Kær kveðja,
catgirl