Ég er að furða mig á því hvað fólk getur verið ferlega viðkvæmt hvað við kemur stórum hundategundum og þá sér í lagi Scháfer.
Það er hringt í mig um daginn frá Hundaeftirlitinu og var það kona sem ég þekki,var hún að láta mig vita að kona hefði hringt í lögregluna sem síðan lét eftirlitið vita að það væri scháfer hundur bundinn úti í garði við eitthvað hús og eigandinn stæði bara hjá,konan var hálfgrátandi og öskuill yfir því að þessar skepnur mættu vera til á íslandi,Barna morðingjar með fleiru,ok ég hefði skilið ef tíkin væri laus sem var ekki,en að láta lögguna vita af svona löguðu,þetta er sorglegt.
þetta er ekki eina dæmið því miður,nágrannar mínir eru mismunandi eins og á öðrum stöðum,og er það þá aðallega eldra fólk sem er að láta þetta angra sig.Nú á ég 2 scháfer,mjög blíðir og BARNGÓÐIR.
Þau eru aldrei úti ein lengur en það tekur þau tíma að gera stykkin sín,þau vilja ekkert vera úti án okkar,því skil ég ekki hvað er að fólki sem gerir svona.