Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

ibwolf
ibwolf Notandi frá fornöld Karlmaður
352 stig

Re: Star Trek á .leiðinni út?

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 1 mánuði
Það verður langt í það að ENT crew-ið geti farið að gera kvikmyndir og nema að gengi seríunnar batni þó nokkuð þá er alls óvíst að af því verði. Gengi Nemesis er eitt það versta hjá Star Trek mynd EVER. Ég hafði nú samt gaman af henni.

Re: hvað kostar?

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 1 mánuði
Erlent download kostar okkur ADSLana 2,5 kr á MB. Meðalþáttur er u.þ.b. 430 MB => 1320 kr * 22 þættir í seasoni og þú ert kominn út í miklu hærri tölur en að kaupa þetta bara. Náttúrulega ef þú veist um innlendan aðila eða þarft ekki að borga erlenda traffík ….. þá er þetta bara spurning um gæði.

Re: Picard og TNG

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 1 mánuði
Patrick Stewart hefur látið hafa eftir sér að hvað hann varðar þá er Star Trek “búið”. Hann hefur engan áhuga á frekari bíómyndum, hvað þá að fara aftur út í sjónvarpsþætti (þó í skamman tíma væri). Mesta lagi væri hægt að vonast eftir stuttu gesta innliti (svona einn tökudag) ef það ætti að fá hann aftur. Staðreyndin er bara sú að það er búið að mjólka allt úr Star Trek heiminum sem hægt er að ná úr honum. Það þarf að hvíla hann. Enterprise þættirnir eru tilraun til að “endurskapa” þættina...

Re: Varðandi Play.com (og bara að panta af netinu)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Reiknireglan er einföld: Kaupverð*gengi*1,1*1,245+350 Ofan á hverja sendingu er lagt 10% tollur, 24,5% VSK og 350kr fast gjald per sendingu sem Íslandspóstur tekur fyrir að tollafgreiða pakkann.

Re: Babylon 5

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 1 mánuði
droopy: Sagan sýnir að þó að heimspekistefnur breytist þá helst mannlegt eðli óbreytt. Mankynssagann er full af endurtekningum á sömu misktökum, aftur og aftur. Græðgi, hatur, ótti við það óþekkta, þessir þættir hafa allir verið hluti af mannskepnunni eins lengi og saga okkar er skráð. Að gera ráð fyrir miklum breytingum á því næstu 200-300 árin er í meira lagi bjartsýni. Að auki er það hlutverk vísindaskáldskapar að vera spegill á samtíman. Leið til að skoða vandmál nútímans í nýju...

Re: DVD9²DVD5 skerf fyrir skref

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
“Þjöppunin fellst í því að gæðin eru minkuð” Öll myndþjöppun felst í þvi að gæðin eru minnkuð þannig að það kemur ekki á óvart, hugmyndin er að gera það á máta sem sést ekki. Virkar oft flott að því er virðist en svo fær maður sér betra sjónvarp og allt í einu uppgötvar maður að myndin lítur bara alls ekkert vel út núna :o Þetta gerðist með Phantom Menance. Þeir gengu of langt með þjöppunina. Myndin lítur flott út í minni sjónvörpum (upp í svona 32“ til 36”) en þegar horft er á hana í alvöru...

Re: hvað kostar? - Play.com > Amazon.co.uk

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Play.com er ÁVALLT með lægra verð en Amazon.co.uk og þeir hafa aldrei brugðist mér (búinn að fá 37 sendingar ‘to date’). Gerðu verðsamanburð og mundu að sendingarkostnaður er innifalinn í verði Play, ekki hjá Amazon.

Re: DVD9²DVD5 skerf fyrir skref

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Og hvað gerist ef myndin tekur meira en 5Gb???? Þjappar DVD2one henni? Ef svo, er þá ekki í raun búið að skemma myndina. Sumar myndir þola mjög illa að þeim sé þjappað frekar og hafa framleiðendur almennt verið að reyna að auka bitrate á útgáfunum sínum (sb. Superbit útgáfur).

Re: hvað kostar? - ítarlegt svar

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Verð fer eftir því hvort þú vilt kaupa eða leigja. Kaup verð er svo nokkuð misjafnt milli sería. Farscape kostar mest að kaupa. Sennilega upp undir 18þús per season á DVD. Hver season kemur í 5, 2ja diska pökkum með 4-5 þáttum og kostar hver pakki á bilinu 2500-3500 eftir því hvort þú ert nógu heppinn að finna gott tilboð (pantað frá Play.com kemur þetta núna út rétt undir 3500 sem má því líta á sem hámarksverð). Fyrsta season-ið er hægt að fá allt í einum pakka fyrir eitthvað minni pening...

Re: Ég sé fyrir mér fráhvarfseinkenni

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Eins mikið og ég dýrka Farscape, þá teldi ég mun betri líkur á að Sjónvarpið tæki Stargate SG-1 til sýningar. Farscape er svolítið djarfari þáttur og ekki eins auðmeltur. SG-1 er hinsvegar mun líkari Trek-inu (bara betri :p )

Re: Andromeda

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Gene kom með hugmyndina árið 1968. Það er búið að uppfæra hana svo ansi mikið og vitaskuld hafa allir þættirnir verið skrifaðir samhliða framleiðslu þáttanna.

Re: Play.com

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þó þeir nefni það ekki í svarinu til þín þá veit ég um aðra ástæðu fyrir því að þeir vilja senda þetta hvert fyrir sig. Þeir eru nefnilega með fleira en eitt vöruhús. Eitt í Jersay (R2) og annað í Kanada (eða þar um bil) (R1). Það væri þó óskandi að þeir sendu myndir saman í pakka eftir fremsta megni. Þ.e. að hægt væri að óska þess að þegar tvær pantanir eru tilbúnar innan skamms tíma og frá sama vöruhúsini, þá væru þær sendar saman.

Re: Alltof hár tollur

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Já maður verður alltaf að reikna með andskotans tollinum. Mér er reyndar ósárt að greiða vörugjald (10%) og vsk (24,5%) en að greiða að auki 350 kr fyrir að tollafgreiða pakka sem kostar kannski innan við þúsund kall er bara bull. Það er samt rétt sem fram kom hér að ofan. Ef verð myndarinnar er 700 kr þá ættirðu að borga rétt rúmar 600 krónur. Ekki 800 kr. 800 kr í toll og tilheyrandi gefur til kynna innkaupaverð uppá um það bil 1200 kr. Ekki 700. Nema að það hafi þurft að ‘áætla’ verð sem...

Re: Í tilefni þess að 4. sería er farin í gang aftur...

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Það er mun ódýrara að kaupa Farscape á DVD frá Play.com en Amazon.co.uk. MUN ódýrara. Gerðu verðsamanburð.

Re: Tollkostnaður

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ofan á hverja sendingu af DVD mynddiskum leggst: A) 10% vörugjald B) 24,5% VSK (ofan á vörugjaldið líka) C) 350 kr tollafgreiðslugjald. Miðað er við tollgengi mánaðarins þegar upphæðir A og B eru reiknaðar Þannig að ef þú pantar fyrir X krónur þá verður heildar kostnaðurinn: X*1,1*1,245 + 350 krónur Fyrir stóra og dýra pakka skiptir tollafgreiðslugjaldið hverfandi máli en fyrir litla ódýra pakka þá getur það vegið þungt.

Re: Framtíð forritara

í Forritun fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Orðið forritari er smá saman að verða úrelt. Sífellt minni hluti af vinnu tölvunarfræðinga fer (því miður) í að skrifa kóða. Greining, hönnun, skýrsluskrif og prófanir taka sífellt stærri hluta þannig að þó að e.t.v. sé hægt að kaupa erlendis sjálfa forritunnarvinnuna þá þarf áfram tölvunarfræðinga á staðnum til að finna út hvað hugbúnaðurinn á að gera og hvernig hann á að gera það. Tölvunarfræðin er að verða eins og hver önnur verkfræðigrein og er að mörgu leiti að fjarlægjast tímann þegar...

Re: hvað safna margir dvd á huga

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég er búinn að vera að safna DVD myndum í um tvö og hálft ár. Á nú orðið rétt rúmlega 140 myndir og helling af sjónvarpsseríum. Nánar tiltekið bíómyndirnar: Abyss, The (1989) Ace Ventura: Pet Detective (1994) Airplane II: The Sequel (1982) Airplane! (1980) Alien (1979) Alien³ (1992) Alien: Resurrection (1997) Aliens (1986) Austin Powers: The Spy Who Shagged Me (1999) Batman (1989) Batman Forever (1995) Batman Returns (1992) Beetlejuice (1988) Big Sleep, The (1946) Big Trouble in Little China...

Re: Scfi Channel

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Stutt svar: Nei Langt svar: Í einhverjum af áskriftarpökkunum (mögulega Sky Digital, er þó ekki viss) er að finna stöð sem heitir Sci Fi Channel. Hinsvegar er þetta ekki sama stöðin og í bandaríkjunum þar sem fyrirtækið sem á Sci Fi Channel í bandaríkjunum (USA Network, minnir mig að það heiti) seldi Evrópsku útgáfunna fyrir nokkrum árum. Margir þættir eru sameiginlegir með þeim en ekki er hægt að ganga út frá neinu með það.

Re: Betra seinnt en aldrei

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Fyrsti DVD pakkinn í Season 4 kemur út 24. febrúar. Varðandi spurningunna í spoilernum… þetta kallast á ensku ‘cliffhanger’. Þetta er gert til að fá fólk til að koma aftur og horfa á þættina þegar nýtt season kemur. Ef season endar án þess að eitthvað sé óleyst þá er alltaf hætta á að því að missa áhorfendur. Svo einfalt er það.

Re: DVD Verslanir á Netinu

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Það er kannski ekki úr veigi að ég deili minni reynslu af póstverslun með DVD hérna. Amazon.com. Þeir klikka aldrei. Kostar sitt en þú færð pakkann, no problem. Panta frá þeim þegar ég verð að fá eitthvað frá R1. Play.com. Þeir bjóða bæði upp á R2 og R1 diska. Ég hef lent í vandræðum með R1 diska hjá þeim (sem sendir eru úr vöruhúsi í Kanada), tók mánuði að skila sér (en skiluðu sér þó). R2 diskarnir hafa hinsvegar aldrei klikkað. Tekur yfirleitt um 5 virka daga að komast til landsins. Ef...

Re: Dark Genesis: The Birth of Psi Corps

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég hef lesið þær allar (og hinar tvær trilogy-urnar) og mæli hiklaust með þeim. Gaman að lesa bækur tengdar sjónvarpsþætti sem eru ‘canon’ þ.e. í fullu samræmi við þættina. Star Trek bækurnar t.d. virðast allar gerast ‘í tómarúmi’ án nokkurs samhengis við þættina. Maður nennir ekki að lesa svoleiðis.

Re: LOTR vs Star Trek -> Epli vs Appelsínur

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 7 mánuðum
nt

Season 2-5

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Season 2 er ekki vitund ‘hryllilegt’. Færa má ákveðin rök fyrir því að fyrsta season-ið sé slappt en B5 er komið á rokkandi ról í öðru season-inu. Hvað útgáfu season 2-5 varðar þá er útlit fyrir að þau muni koma út með 6 mánaða millibili (svipað og X-Files). Þannig má búast við S2 í mars/apríl á næsta ári og S3 um þetta leiti á næsta ári. S4 og 5 koma svo 2004. Þetta er þó ekki enn staðfest, WB hafa ekki viljað gefa neitt ákveðið upp um útgáfu fleirri season-a.

Allt til í Nexus

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Hægt er leigja alla þættina og sjónvarpsmyndirnar í Nexus. Þeir eru einnig með eitthvað að bókunum til sölu.

Re: DVD ???

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég var að heyra að það væri vandamál með þáttinn ‘And the sky full of stars’. Sum atriði væru ‘teygð’ (CGI aðallega). Geturðu staðfest það?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok