Ég sé fyrir mér fráhvarfseinkenni Nú eru bara fjórir þættir eftir af Enterprise að þessu sinni á RÚV og ég sé fyrir mér fráhvarfseinkenni frá vísindaskáldsöguþáttum.

Að þessu tilefni langar mig að kasta fram þeirri hugmynd að við sendum á sjónvarpið tölvupóst þar sem ósk okkar um áframhaldandi vísindaskáldsöguþætti á sama tíma og Enterprise hefur verið er borin fram á kurteisislegan máta.

Ég legg til að að þessu sinni munum við biðja vinsamlegast um að Farscape verði sett á dagskrá. Þeir sem þekkja ekki til Farscape geta eflaust kynnt sér viðhorf annarra hugara neðar á forsíðu þessa áhugamáls á korkum tileinkuðum þáttunum og þættina sjálfa á <a href="http://www.farscape.com">Farscape.com</a> svo dæmi sé tekið.

Ég hvet fólk til að senda póstana undir eigin nafni, enda efast ég um að mikið mark verði tekið á nafnlausu tölvupóstflóði.

Eftirfarandi er minn tölvupóstur sendur til Bjarna Guðmundssonar framkvæmdastjóra sjónvarpsins:
Subject: Vinsamlegast sýnið Farscape

Kæri Bjarni,

Ég er einn af mörgum aðdáendum vísindaskáldskapar og er mjög ánægður með framlag Sjónvarpsins til sýninga á þessum flokki sjónvarpsþátta, það er Star Trek: Deep Space Nine, Star Trek: Voyager og Enterprise.

Nú er svo komið að fyrirsjáanlegt er hlé á sýningum Enterprise á meðan framleiðendur framleiða næstu þáttaröð og þar til þeir setja hana í sýningu utan Bandaríkjanna.

Því vil ég benda þér á skemmtilega þætti af sama meiði sem ég hef trú á að verði ekki síður vinsælir í sýningum hér en áðurnefndir þættir, en það er flokkurinn Farscape.

Mér skilst að þessir þættir hafi verið skoðaðir með sýningu í huga hér en fallið hafi verið frá því vegna þess hve mikið var ósýnt af Star Trek á þeim tíma. Nú er Star Trek tæmt og eingöngu Enterprise eftir í þeim flokki, en þeir þættir verða augjóslega ekki sýndir allt árið þar sem eingöngu 26 þættir eru framleiddir á ári eins og tíðkast í Bandaríkjunum.

Því vil ég biðja þig að endurskoða þessa þætti með tilliti til sýningar á móti Enterprise, til uppfyllingar árinu.

Með bestu kveðju,
[Eiginnafn fjarlægt]
Skoðanir Octavo eru hans eigin og gætu því stangast á við skoðanir annarra á Huga. Þér er velkomið að: