Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

ibwolf
ibwolf Notandi frá fornöld Karlmaður
352 stig

Re: Play.com??

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 7 mánuðum
PAL og NTSC koma region kóðunum ekkert við. Þannig er PAL standardinn í Ástralíu (R4) en þegar Babylon 5 diskurinn með ‘In the beginning’ og ‘The Gathering’ var gefin út þar þá var hann með NTSC kóðun (reyndar var það nákvæmlega sami diskurinn og var gefin út í R1, var hann í reynd kóðaður fyrrir R1 og R4). Þannig er engin trygging fyrir því að R2 diskur sé kóðaður í PAL (þó það sé líklegra en ekki). Allir DVD spilarar ráða við að varpa NTSC yfir í PAL (og flest öll sjónvarpstæki geta orðið...

Re: DVD ???

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Mín pöntun lagði af stað yfir hafið á laugardaginn. Maður bíður spenntur. Sendi örggulega inn nokkur orð þegar ég er búin að fá þetta í hendurnar.

Re: Play.com??

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 7 mánuðum
1) Post code er bara póstnúmer. Svona fyllti ég út heimilisfangið mitt (búin að fá fjölda sendinga þannig að þetta fyrirkomulag er í lagi). Name: Xxxxxxx Xxxxxxxxx Address: Xxxxxxxgata 10 101 Reykjavík Country Iceland Postcode: 101 Phone: +354 5555555 2) “+354” Sjá að ofan Munurinn er sá að R1 diskar eru kóðaðir fyrir bandaríkjamarkað en R2 fyrir evrópu (og japan). Allir diskar út í búð hérna á íslandi eru R2. Ég hef lent í því að R1 diskar frá Play.com séu óþægilega lengi á leiðinni (>1...

Re: Revenging Angel (3.16)

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Allt 3ja seasonið er reyndar brilljant, en þessi þáttur skarar framúr. Trúi því eiginlega varla að þeim hafi tekist að gera þetta.

Re: B5 DVD ; hverjir ætla að kaupa

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Play.com er 2 pundum ódýrari en Amazon og þeir rukka svo engan sendingarkostnað. Myndi frekar panta frá þeim. (Ég hef haft mjög góða reynslu af þeim). Hitt er aftur verra að ég var að frétta að búið er að seinka útgáfunni um tvær vikur (nú 28.10.2002). Worse luck :(

Re: Star Gate: Mission 1

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Mig minnir að fyrsti þátturinn í Stargate SG-1 seríunni (sem er framhald af myndinni) hafi verið auglýstur sem ‘the NEXT mission’. Ég hef aldrei heyrt ‘mission 1’ í tengslum við SG-1 en þetta gæti átt við fyrsta þáttinn.

Re: Alias á RUV!

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Á þetta að vera Sci-fi/fantasy þáttur? Sá það ekki á fyrsta þættinum. Best að drífa sig í að horfa á upptökuna af öðrum þættinum…

Re: Star Gate: Fyrsta Season á DVD

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Fyrsta OG annað seasonið er til á R1. Kostar tæpar 8000 krónur pantað frá Amazon.com með tolli. Ég er vitaskuld fyrir löngu búin að kaupa bæði :) Svo er S2-S5 komið út á R2 þar sem 4 þættir eru á hverjum disk (nema síðasti diskur hvers seasons er með 2). Það er svolítið dýrara (rúmlega helmingi) en ég á endirinn á S4 og allt S5 þannig. Nú þarf bara að koma út full season pakki af S3 og þá vantar mig bara að fylla inn í S4… bless, bless peningar :)

Re: Næsti James Bond

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Tvö atriði: Það fyrra, framleiðendur Bond hafa ALLTAF valið tiltölulega lítt þekkta leikara. Sean Connory var bara búin að leika lítil hlutverk í nokkrum myndum, Moore var fyrst og fremst búin að vera í sjónvarpi og það sama gildir um Brosnan. Þannig að það er nánast öruggt að engin af þeim sem nefndir hafa verið hér munu fá jobbið. Fyrir þessu eru tvær aðal ástæður. Frægir (vel þekktir) leikarar eru dýrir og erfitt að fá þá til að skrifa upp á margra mynda samning (en það vilja...

Meira um DVD frá JMS

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Af usenet: On the DVDs, last I heard they'll be out around mid-November, with the whole first season at about a hundred bucks. I did the commentaries on Signs and Portents and Chrysalis, and an on-camera intro and interview. They've also done new interviews with Rick Biggs, Claudia, John Iacovelli, John Copeland, Stephen Furst, Jerry Doyle and others. So it should be a pretty big deal overall, much better than the movie dvd. … eitthvað að gera um jólin …

Re: Sendingarkostnaður

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Nei þetta er ‘international shipping’

Re: Play.com

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég var að skrifast á við ‘customer service’ hjá Play (sem er alveg ágæt ef undan er skilið það að það tekur yfirleitt nokkra daga að fá svar) og þeir skýrðu hvaðan DVD diskarnir þeirra eru sendir: FYI all R2 DVDs are sent from Jersey (Outside the EU and the UK) and R1 discs are dispatched from our North American warehouse). We give (and experience) a consistent delivery time of 3 to 5 working days for both Regions, though 14 days must be given before an item is declared “Missing”. Sem...

Re: Sendingarkostnaður

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Það ætti að vera óþarfi að taka fram (en ég ætla nú samt að gera það) að þetta eru VIRKIR dagar.

Re: Sendingarkostnaður

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Þetta kemur allt fram á heimsíðu Amazon. Hvað varðar dagana þá kemur það meira að segja fram í póstinum ÞÍNUM! Standard: 11 - 18 dagar Expedited 5 - 10 dagar (sparar kannski 1-2 vikur eftir tilvikum) Priority 2 - 4 dagar (sparar kannski aðra viku) Standard er ágætt ef þér liggur ekkert á. Annars hentar expedited ágætlega (tekur svona tvær vikur) þar sem það er ekki mikið dýrara. Priority er bara ef þér liggur MIKIÐ á að fá pakkann, mikil aukakostnaður.

Re: B5 DVDs are GO!!!

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Skv. R2 project þá er stefnt að því að gefa Season 1 út í Bretlandi 14. október. Sennilega mun R1 útgáfan líta dagsins ljós á svipuðum tíma.

Re: Play.com

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Það er kannski ekki málið að maður fái ekki R2 myndir hérna á Íslandi, heldur það að þær eru gjarnan ódýrari hjá Play (jafnvel þó maður taki tollinn með í reikninginn). Þeir eru með mikið úrval af myndum á bilinu 7 - 10 pund (eða 1500 - 2100 kr total). T.d. The Shawshank Redemption á 6.99, Blues Brothers 2pack (báðar saman) á 7.99 og Se7en (2 disk special edition) á 9.99. Ágætt er að hafa í huga að kostnaður sem leggst ofan á verðið frá Play er: 10% tollur 24,5% VSK 250kr gjald fyrir...

Meira um diskanna (hljóð og mynd)...

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Staðfest hefur verið að þættirnir verða í Widescreen og að hljóðið verður endurunnið í Dolby 5.1 !!!! Þessa fréttir benda sterklega til þess að Warner sé alvara um það að gera vel við B5 í þessari útgáfu. Ég get ekki beðið!

Re: Hitastig

í Húmor fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Það hefði ekki verið verra að breyta úr Farenheit í Celsíus …..

Re: Play.com

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Þeir hafa ekki ennþá klikkað þegar ég hef pantað Region 2 myndir frá þeim (þær eru orðnar ansi margar núna >10). Eina skiptið sem ég pantaði Region 1 mynd þá liðu MÁNUÐIR áður en hún lét sjá sig. Ég var eiginlega búinn að afskrifa hana. Þetta virðist vera vegna þess að vöruhúsið þeirra fyrir R1 er í Belgíu en R2 er í Bretlandi. Belgar vita greinilega ekkert hvar Ísland er :) Mæli því hiklaust með þeim þegar það kemur að R2 en get ekki annað en varað við þeim þegar panta á R1 diska.

Re: Lord of the Rings: Extended DVD Cut upplýsingar!

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Nú þegar er hægt að panta allar þrjár DVD útgáfurnar af myndinni frá Play.com. Original myndin (2 diskar) sem kemur út í ágúst kostar 17.99 pund eða rétt rúmlega 3500 kr kominn til landsins. Líklega mun hún kosta á bilinu 3000-4000 hér á landi (4000 í Skífunni, lægra annarsstaðar) m.v. fengna reynslu. http://www.play.com/play247.asp?page=title&r=R2&title=101915 Extended cut útgáfan (eða Director's cut) kostar 21.99 pund sem eru sirka 4.200 kr. kominn til landsins (með tolli og öllu). Má...

Re: Hvað er Apocalypse Now sýnd lengi? [NT]

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Í sal 1 … ekki nema fram að helgi (drífa sig, þetta er eina leiðin til að sjá þessa mynd). Yfirhöfuð … hún gæti verið í minni sölum háskólans í nokkurn tíma.

Re: Leon

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Hið svokallaða directors cut er sama útgáfa af myndinni og var í bíó og á spólu hérna á Íslandi. Það var bara í BNA þar sem myndin var klippt (stytt).

Re: Superman II (1980)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Reyndar átti upprunalega að taka Superman I & II upp samtímis. Var það gert að stóru leiti en þar sem myndin fór langt fram úr kostnaðaráætlun náðist ekki að fullklára #2 (reyndar mátti litlu muna að sú fyrri væri klár fyrir útgáfudag). Einnig átti atriðið þar sem illmennin þrjú eru fest í ‘speglinum’ að vera í fyrstu myndinni en voru klippt út. Hægt er að kaupa Superman á DVD núna þar sem búið er að bæta þessum senum (og nokkrum í viðbót) aftur inn. Þá ‘hætti’ Donner ekki, hann var rekinn....

Re: Meira DVD (nú um þættina)

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 1 mánuði
Þetta er ekki fyrst undirskriftasöfnunin vegna þessa málefnis, en við skulum vona að þetta verði sú síðasta :)

Re: Ali G?

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ali G er <i>bresk</i> mynd. Þannig að það er ekkert skrítið þó hún komi ekki í bíó úti í BNA strax (ef hún kemst þá í bíó þar yfir höfuð).
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok