Ég held bara að þetta sé ekki satt, það getur bara ekki verið. Ef fleiri stelpur í barnagæslunni vita þetta en þora ekki að gera neitt í því þá er eitthvað meiriháttar að. Hvernig getur staðið á því að fólk sem vinnur við að passa börn, og er skyldugt til að láta vita ef það er eitthvað að, þorir ekki að láta vita ef barnið er beitt ofbeldi? Eru þær allar börn sjálfar? Það getur bara ekki verið, það hlýtur að vera einhver fullorðinn þarna, og ef krakkarnir vita þetta, þá veit þessi fullorðni líka.