Vinkona mín er að vinna í barnagæslu, ég ætla ekki að segja hvar. En þar er lítil stelpa sem að hennar sögn á mjög nice mömmu eða hún lítur út fyrir að vera það. Ein stelpan sem er líka að vinna í barnagæslunni sagði henni að hún átti heima hliðin á þessari konu og að hún öskrar og öskrar á börnin sín.

Vinkonu minni fannst þetta skrítið en var ekkert að kippa sér upp við þetta því að flest fólk á það til að öskra einhvertíman á börnin sín. Einn daginn bauðst vinkona mín að fara með litlu stelpunni á klósettið og tók þá eftir að hún var öll marinn og rauð allstaðar á líkamanum og þegar vinkona mín spurði hvað hafði gerst sagði stelpan að mamma hafi gert þetta!

Þegar vinkona mín sagði mér þetta ráðlagði ég henni að fara strax í barnaverndarnefnd en hún sagðist ekki vers viss hvort að þetta væri mamman og ætlaði að athuga þetta betur næst þegar litla stelpan þarf að fara á klósettið en mér finnst það ekki skipta máli litlir krakkar eiga ekki að vera marnir og rauðir á líkamanum alla vega ekki svona mikið, allavega þáta barnaverndarnefnd athuga þetta, er þetta rétt hjá mér? Ég meina ef að konan er ekki að gera neitt þá sér barnaverndarnefnd það er það ekki?