Ég hef ekki séð LXG. Og já, ég er að segja að ÉG er hæfur til að dæma kvikmyndir hvort þær séu góðar eða ekki. Ég hef mikla listræna hæfileika og tel mig (og aðrir) sem mjög góðann kvikmyndagagnrýnanda. Mér persónulega finnst flestar gamlar myndir (og þá er ég að tala um myndir frá 30-60) ílla leiknar þó að söguþráðurinn sé í mörgum tilfellum þokkalegur, og ofmetnar með öllu. Þær eru í flestum tilfellum börn síns tíma, eitthvað nýtt og æðislegt sem kom þá út, en í dag standast engann veginn....