Ég var að lesa http://www.stef.is/web/Vidskiptavinir/LeyfiSkilmalar sem bent var á annars staðar af netinu. Ég rak augun í þennan kafla um miðja síðu:

“Skemmtanir, einkasamkvæmi

Hafðu ævinlega samband við STEF áður en samkomur eru haldnar. Við afgreiðum leyfið fljótt og auðveldlega - og þú losnar við að fá óvæntan reikning.”

Mér finnst nú sjálfsagt þegar þeir gera þá ‘sjálfsögðu’ kröfu að við tilkynnum flutning tónlistar að við neytendur verðum við því. Ég ætla að fá nokkra vini í heimsókn á morgun og við ætlum að spila Cat Stevens, Greatest Hits. Ég held þeir vilji vita af því.

Hvað er í spilaranum hjá þér? Ég held að STEF vilji vita af því. Síminn hjá STEF er 561-6173.