Sælir Hugar!

Ástæðan fyrir titlinum sem ég valdi er frumvarp sem lagt var fram af Kolbrúnu Halldórsdóttir til Alþingis. Þar leggur hún til að ábyrgð vændis verði flutt af seljanda yfir á kaupanda. Þ.e. það sem hún er að leggja til er að við leyfum konum að selja sig en refsum þeim sem kaupa þjónustuna. HVAÐ ER AÐ???

Ég veit vel og geri mér fyllilega vel grein fyrir því að margar (og já eflaust mjög margar) kvk sem selja sig eru að selja sig af illri nauðsyn. En að flytja ábyrgðina alfarið yfir á kaupandann er fásinna! Vændi snýst um eftirspurn og framboð (ekki ólíkt eiturlyfjum sé litið á basic hugsunina). Meðan konur halda áfram að bjóða sig til sölu (og það eru dæmi þess efnis að konur VILJI actually græða pening með því að selja sig) þá auðvitað halda kaupendur áfram að vera til! Ábyrgðin á að vera (eins og hver sem er ætti að geta sagt sjálfum/sjálfri sér) á báðum aðilum.

Hvað ætli margir ræni banka af illri nauðsyn? Hvað ætli margir meiði aðra af illri nauðsyn? Hvað ætli margir selji eiturlyf t.d. til að fjármagna eigin fíkn? Þ.e. af illri nauðsyn? Bara yfir höfuð. Hvað ætli það séu margir einstaklingar sem leiðast út í að gera eitthvað af illri nauðsyn sem þeir annars myndu ekki gera? Án efa MJÖG margir einstaklingar! Ef þú brýtur af þér þá er þér refsað. Einfalt!

Hvað ætli margar konur taki uppá því að selja sig ef þær vita að þær sleppa en kaupandinn tekur alla ábyrgðina? Og svo ég snúi mér enn og aftur að fyrrnefndu… eiturlyfjum. Ég persónulega veit til þess að margir (og JÁ líkt og með vændi þá eru margir sem selja eiturlyf til að fjármagna sína neyslu og eru í raun að gera hluti af “illri nauðsyn”. Hluti sem þeir/þær myndu annars ekki gera). Á þá semsagt líka að flytja ábyrgðina af þeim sem selja fíkniefni yfir á þá sem kaupa fíkniefni? Ef það á að leggja fram frumvarp á annað borð sem leyfir einum að bjóta af sér en öðrum ekki, hví þá ekki að ganga bara alla leið í heimskuhættinum?

Það sem kemur mér hvað mest á óvart er að þetta skuli vera að koma frá alþingiskonu en ekki einhverri vændiskonu út í bæ. Hún ætti að því er ég tel að hafa nægilegt vit milli eyrnanna til að geta hugsað málið til enda ekki satt? Ábyrgð þeirra er selja er alveg jafn mikil og þeirra er kaupa. One can not be without the other!

Einnig las ég í Fréttablaðinu þar sem 2 ungar kvk (16 og 17 ára) og 2 ungir kk (17 og 20 ára) úr hinum ýmsu menntaskólum landsins voru spurð að áliti þeirra á þessu máli. Báðar kvk sögðust alfarið vera samþykktar þessu en báðir kk sögðu ábyrgðina beggja megin. Báðar létu þær hafa eftir sér orðið “tvímælalaust” í sínum svörum. Hvað er svona mikið tvímælalaust við það? Hvernig er hægt að leyfa einum hópi fólks (já…kk leiðast margir hverjir líka út í vændi) að brjóta lög?

Ef það á eins og áður sagði að flytja ábyrgð alfarið frá seljanda yfir á kaupanda (í stað þess að hafa ábyrgðina jafnmikla…en NEI… er ekki að styðja né heldur réttlæta fíkniefni eða sölu) þá er ekki nema rökrétt að lögleiða sölu fíkniefna ekki satt? Og flytja þar með ábyrgð frá söluaðila (sem oft hafa verið nefndir sölumenn dauðans) yfir á kaupanda. Hvað vita kaupendur vændiskvenna nema þær séu smitaðar af einhverju sumar hverjar? Þá er vel hægt að kalla þær margar hverjar “sölumenn dauðans”. Því alnæmi smitast t.d við samfarir og varla eru ALLAR vændiskonur (né heldur kaupendur) með öryggið á hreinu eða hvað?

Ég ber virðingu fyrir sumum alþingismanna en Kolbrún, að þú skulir koma með svona lágkúrulega, asnalega og jafnframt órökrétta hugmynd að lögum fær mann virkilega til að spyrja : Hvað ertu eiginlega að gera á þingi?

Kv,
hYpe