Fólk(og þá sérstaklega Skífan) þarf að líta á tónlist í öðru ljósi en hún er í dag. Það eru sumir hlutir sem ekki er hægt að eignast. Má þar nefna klassísk hugtök eins og hamingja, langlífi, góð heilsa o.s.fr. Gæti ég t.d. fengið einkaleyfi á g-dúr?(tónfræðiantinördar lesi ekki lengra) Þá mættu engir tónlistarmenn nota g-dúr í sínum lögum, heldur yrðu þeir að spila í annarri tóntegund, eða stilla hljóðfæri sín þannig að þeir væru kvarttóni fyrir ofan g, og sneiða þannig fram hjá “lögunum”. Á...