Mike Tyson fékk ekki elifi til að berjast í Nevada fylki í gærkvöldi en meðlimir hnefaleikastjórnar Nevada kusu 4 gegn 1 að neita honum um leifi. Þetta þíðir að bardaginn mun ekki fara fram í MGM hótelinu i Las Vegas eins og áætlað var en bardaginn getur nokkurnvegin farið fram allstaðar annarstaðar þ.e. ef að bardaginn fer fram eftir allt saman. Lewis er nefnilega orðinn eitthvað smeikur (skiljanlega) og er farinn að enduríhuga hvort hann vilji eitthvað með Tyson hafa í hringnum en hann sagði á blaðamannafundi í dag að hann væri “ekki búinn að ákveða” hvort hann berjist við Tyson. Þetta gæti orðið honum ´dyrt því að hann er samningsbundinn auk þess sem WBC sambandið hefur fyrirskipað að bardaginn fari fram og ef að Lewis neitar að berjsat við Tyson mun það líklega bæði hafa í för með sér að hann fengi skaðabótamál á móti sér fyrir samningsrof auk þess hann væri sviptur WBC titlinum og þíðir það að þeir sem eru skráðir nr. 1 og nr 2 hjá WBC munu berjast um hann, en það eru engir aðrir en Mike Tyson og Vitali Klitchko sem gæti orðið skemmtilegur bardagi.

Ég persónulega vill sjá þennan bardaga eins og mestöll heimsbyggðin og vona að Lewis bakki ekki út núna.