Af stríði Ég ætla hér að segja frá bók, ég veit first-hand að þessi bók er ekki gefin út í
gróðaskyni, nema þá að þar sé verið að tala um siðferðislegan gróða, enda fyrsta
upplag aðeins örlítið. Þessi bók heitir ‘Af stríði’. Hún er gefin út af útgáfunni/
félaginu nýhil (http://www.nyhil.com) og er “AFBÓK #1”, sem þýðir væntanlega
fyrsta bók í þessari línu. Ritstjóri er Haukur Már Helgason og er með BA-gráðu í
heimsspeki.

Ég er rétt varla búinn með formálann (Eftir ritstjórann sjálfan), og er þegar hrifinn
af henni, hann er um það aðallega hvernig Íslendingar setja upp tákn og merki
sem þeir meina ekkert með:

„Á framhlið Alþingishússins við Austurvöll var, fyrir sjálfstæði árið 1944, danska
krúnan. Árið 2003 er þar enn danska krúnan. Á mæninum á háu húsi sem stendur
enn gamalt einkennismerki Eimskips: Hakakross. Íslendingar útskýra léttilega fyrir
aðkomufólki sem bregður: „Já, neinei, hann snýr öfugt, sjáðu!“…
…Það eru tákn þarna uppi en við meinum ekkert með þeim. Við meinum hvorki
„Hollusta við Danmörku“ með krúnunni, né „Yfirburðir hvíta kynstofnsins“ með
hakakrossinum.“

Þetta er ekki nóg til að gefa allan kaflann en þó er þetta svolítil lýsing á honum,
auk þessa má þó finna fleiri mikilvæg málefni í kaflanum.

Efni bókarinnar er Pólitík séð frá heimspekilegum og allt að því spaugilegum
sjónarhóli og eru allir höfundar og þýðendur prýðismenn(og konur), og gætu vart
hentað betur til þessarra skrifa. Sumir kannast kannski við þetta félag, t.d. frá
leikritaklasa sem sýndur var á menningarnótt síðastliðna (þ.e. 2003 ef einhverjir
eru tímavilltir) og má m.a. finna í bókinni handrit eins þess. Auk annars efnis er
eitt og eitt ljóð eða prósi og jafnvel kveðskapur frá Donald Rumsfeld,
varnarmálaráðherra BNA.

Ég hvet fólk eindregið til að kaupa þessa bók sem ætti að koma út í helstu
bókabúðir eftir helgi (helgina 10-12 október) og kemur sjálfsagt til með að kosta
eitthvað í kringum kr.2000 þó að fólk fyrirgefi manni nú kannski ef það er rangt.

Jafnframt hvet ég fólk til að fara inn á heimasíðu félagsins, http://www.nyhil.com
þar sem alltaf kemur eitthvað skemmtilegt inná og er margt efnið hér efni sem
hefur áður birst á nyhil.com.
(\_/)