Ensk hefðarfrú ætlaði að eyða fríi sínu í þýsku fjallaþorpi. Hún kunni ekki mikið í
þýsku, en kom þó saman bréfi á bjagaðri þýsku, sem hún sendi skólastjóranum í
þorpinu. Í bréfinu, bað hún skólastjórann um upplýsingar um eitt og annað, svo
sem staðsetningu hússins, sem hún átti að dvelja í, útsýni og
fleira.
Jú, jú, skólastjórinn skildi þetta allt, nema eitt. Það var skammstöfun, sem hann
botnaði alls ekkert í. Frúin hafði skrifað:
“Eftir því sem ég kemst næst, er væntanlegur dvalarstaður minn mjög afskekktur.
Þér megið því ekki vera undrandi þó að ég gerist svo djörf að spyrja, hvort á
staðnum sé nokkuð WC?”

“WC,” hugsaði skólastjórinn, “Hvað er það nú fyrir nokkuð?” Og þar sem
skólastjórinn ómögulega fundið út merkingu þessarar skammstöfunar, fór hann
til vinar síns, þorpsprestsins og bað hann að hjálpa sér. Og að lokum fundu þeir
vinirnir það út að þessi skammstöfun ætti við þann fræga stað, skógarkapelluna,
sem laðaði að sér fjölda ferðamannaá hverju sumri. Að sjálfsögðu hét kapellan á
ensku, Wood Chapel, sem trúlega væri skammstafað WC. Ánægður með þessi
málalok, skrifaði skólastjórinn frúnni síðan svarbréf:

“Yðar náð! WC er staðsett um það bil 10 kílómetra frá húsi yðar, mitt í afar
fallegum furuskógi. Þar er opið á þriðjudögum og föstudögum milli klukkan 5 og
7. Þetta kemur sér ef til vill illa fyrir yður, ef þér eruð vön að heimsækja slíkan
stað daglega. En ég get glatt yður með því, að margir hafa með sér mat og dvelja
á staðnum daglangt. Í WC eru sæti fyrir 80 manns, en janframt eru svo næg stæði.
Ég vil þó ráðleggja frúnni að mæta snemma, því að þeir sem koma seint geta ekki
verið öruggir um að komast inn. Hljómburðurinn þarna er mjög góður, svo jafnvel
hin veikustu hljóð, heyrast mjög vel Ég vildi svo að lokum ráðleggja frúnni, að
heimsækja umræddan stað á föstudögum, því að þá er þarna orgelundirleikur.

P.S.: Konan mín og ég höfum ekki haft tækifæri til að heimsækja þennan stað í 3
mánuði og veldur það okkur að sjálfsögðu miklum kvölum, - en því miður, leiðin
er svo löng.”
(\_/)