Ég var að horfa á fréttirnar áðan og bjóst ekki við að heyra svona frétt. Ég fann þessa frétt hvorki á mbl.is eða vísir.is en ég eftir frekari leit þá fann ég hana á cnn.com. Ég hygst nú þýða þessa frétt.

CINCINNATI, Ohio - 180 kílóa maður drepinn af lögreglu eftir að hafa verið barinn með lögreglu járnkylfum, borgarstjóri segir að það hafi verið í sjálfsvörn.

Þetta mál er í rannsókn sem stendur.

Svartir aðgerðarsinnar segja að dauði Nathaniel Jones(41) sé enn eitt dæmið um lögregluofbeldi af hálfu lögreglunnar í Cincinnati. Eftir að óvopnaður svartur maður var skotinn af lögreglu í Apríl 2001 þá voru óeirðir í borginni í þrjá daga.

“Hversu margir af okkar fólki þurfa að deyja áður en borgin ákveður að gera eitthvað í því?” segjir Nathaniel Livingston Jr. fyrir samtökin Coalition for a Just Cincinnati.

Þeir lögreglumenn sem á staðnum voru (5 hvítir og 1 svartur) voru leystir frá störfum tímabundið á meðan rannsókn stendur. Þetta er regla ef lögregla veldur dauða.

Átökin í gær(30.11.2003) voru tekin upp á myndatökuvél í lögreglubíl og á þeirri upptöku sést mjög vel hvað lögreglumennirnir eru að gera. Eftir að upptökuna neitaði Charlie Luken borgarstjóri að gefa eftir kröfum aðgerðasinna um að reka Thomas Streicher Jr. lögreglustjóra.

“Það sem ég sá var 180 kílóa maður að ráðast á lögreglumenn að þeim hætti að lífi þeirra var stofnað í hættu.” sagði Luken “Á meðan málið er í rannsókn þá er ekkert sem bendir til þess að lögreglan hafi gert neitt rangt.”

Luken er sammála upphaflegu mati lögreglu að lögreglumennirnir sem glímdu við Jones hafi brugðist rétt við og gert það sem þeir voru þjálfaðir til að gera þegar ráðist er á þá.

Starfsmaður skyndibitastaðs hringdi í neyðarlínuna snemma á sunnudegi til að tilkynna að maður hefði liðis útaf á grasinu úti. Þegar sjúkraliðar mættu á staðinn var maðurinn vaknaður og var “byrjaður að vera með ólæti” að sögn sjúkraliðana.

Fyrstu tveir lögreglumennirnir sem mættu á staðinn, Baron Osterman og James Pike, sjást á myndbandinu berja Jones ítrekað í bak og fyrir eftir að hann hafði verið varaður við að vera rólegur. Jones fellti þá annan lögreglumanninn. Lögreglumennirnir öskruðu í sífellu “settu hendurnar aftan við bak!” á meðan þeir börðust við að handjárna hann.

Þeir kölluðu á sjúkrabíll eftir að þeir tóku eftir því að Jones virtist vera slasaður dáltið mikið. Jones dó nokkrum mínútum eftir að hann kom á sjúkrahús. “Ástæðan fyrir hegðun Jones er ekki vitað um að svo stöddu.” sagði Richard Janke lögreglustjóri.

Svartir aðgerðasinnar hafa sviðgengið Cincinnati eftir morðið á Timothy Thomas(19), sem var eftirlýstur eftir að hafa flúið undan lögreglu. Hann var skotinn í myrku húsasundi af Stephen Roach lögreglumanni. Hann var fundinn saklaus.

Jæja, var ég nokkuð einn um það að sjá þessa frétt?

Heimildir: www.cnn.com
Admin@hp since 26. june 2003 - 10:25