Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

doktorapi
doktorapi Notandi síðan fyrir 19 árum, 6 mánuðum 104 stig

Re: Rokk Hátið í Egilshöll

í Músík almennt fyrir 19 árum, 2 mánuðum
ég fékk dagblað úr framtíðinni skyndilega á stólinn við hliðina á tölvunni hjá mér, vitiði hvað stóð? “MESTU HAMFARIR FRÁ VESTMANNAEYJAGOSI RIÐU YFIR SUÐURLAND Í GÆR ÞEGAR HLJÓMSVEITIRNAR SKÍTAMÓRALL OG SÁLIN HANS JÓNS MÍNS TROÐFYLLTU EGILSHÖLL SVO YFIRFULLA AÐ HITTASTIGIÐ INNANDYRA NÁLGAÐIST SKV. INNRAUÐUM GERVITUNGLAMÆLINGUM UM MILLJÓN GRÁÐUR Á CELSÍUS. VIÐ ÞAÐ VARÐ ÁSTANDSBREYTING Á ÖLLU UMHVERFI SVIÐSINS YFIR Í SK. QUARK-GLUON PLASMA RAFGAS ÁSTAND, EN ÞAÐ ER HVARFGJARN FASI EFNA VIÐ MJÖG...

Re: Strigaskór fyrir Sumarið

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Getur verið, Lonni, að það sért þú sem sért ‘vitleysingur’, og að þú yfirfærir það yfir á allt og alla aðra í kringum þig… ?

Re: 6milliónir gyðinga, -2,9milliónir?

í Sagnfræði fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Steríótýpuna af Palestínumönnum þá?

Re: The Matrix

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Ég kýs, Damphir, að líta á þennan frasa sem hluti af listsköpuninni við kvikmyndina, hluti af vel skrifuðum samtölum í handriti, jafnvel gæti þetta verið blossi af andagift af hendi bandaríska leikarans Laurence Fishburne III. Sem frístunda “amateur” kvikmyndagerðarmaður kann ég að meta vel skrifaðar kvikmyndir. Síðan er það svo að til er sú fræðigrein sem fæst við túlkun hugverka, þar á meðal kvikmynda. Reyna lærðir þá að finna tengsl innan hugverksins og utan, draga fram tákn, kenningar og...

Re: Strigaskór fyrir Sumarið

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 2 mánuðum
hehe af líffræðilegum og kynímyndartengdum ástæðum kýs ég að ganga ekki í háhæluðum skóm, en hinsvegar dýrka ég kvartara fyrst á þann fótleggjafatnað er minnst…

Re: The Matrix

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Svona er listin, Damphir, hún lætur ekki að sér hæða… það er rétt að það hefði verið nákvæmara, praktískara og sannleikanum samkvæmara að segja í sem einföldustu og stystu máli að umboðsmennirnir (einar bárðason í matrix 4?) séu tölvuforrit hafin yfir mannlega hýsla sína, en slík vísindamennska hefði á endanum gert myndina einstaklega óspennandi áhorfs, eins og langa eðlisfræðiskýrslu hverrar niðurstöður maður vissi nákvæmlega fyrirfram. Á því að væla yfir að listamenn séu ópraktískir og að...

Re: The Matrix

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Þessi mynd kom út fyrir 5 árum, get over it

Re: Gamlar sápukúlur úr Leiðarljósi

í Sápur fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Þetta er svo mikil della… það þarf einhverja almennilega steikta B-seríu, enga hálfvelgju, með nýjum leikurum í hverjum þætti og þar sem sögurþráðurinn er meðvitað hafður fullkomlega órökréttur…

Re: Hvaða leikstjóri er besti leikstjóri í heimi?

í Tilveran fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Þráinn Bertelson er besta manneskja, í öllum heiminum

Re: Strigaskór fyrir Sumarið

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 2 mánuðum
hehe, allright! þeir komu reyndar sterkir inn, verst að ég gleymdi að minnast á þá…

Re: 6milliónir gyðinga, -2,9milliónir?

í Sagnfræði fyrir 19 árum, 2 mánuðum
“The ends don't justify the means…”

Re: 6milliónir gyðinga, -2,9milliónir?

í Sagnfræði fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Palestínu arabar eru mjög víða, eftir byggingu aðskilnaðarmúrsins, komnir í sambærilega stöðu, að mörgu leyti, og gyðingar í varsjá í seinna stríði. Múrinn sker sundur hverfi og landsvæði, aðskilur fjölskyldu- og vinabönd, fólk frá vinnu sinni og/eða þjónustu. Það olli miklum úlfaþyt þegar ofursti í ísraelska hernum sem var barn að aldri í varsjáargettóinu hafði orð á líkindunum opinberlega.

Re: Abercrombie & Fitch

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Bara verst að A&F lentu í dálitlum vandræðum vegna rasisma f. nokkrum misserum… vildu bara hafa eina týpu af fólki sem væri þeirra A&F andlit, sem basically var hvítur sætur collegestrákur… þeir sem pössuðu ekki inn í þetta lúkk fengu einfaldlega ekki vinnu í búðunum þeirra eða sem móedel eða neitt… einn svartur gaur kærði og vann

Re: Hver er sætastur?

í Fræga fólkið fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Jared Leto, with his big pretty eyes, í requiem for a dream… bæði kenndi maður í brjósti um hann og laðaðist að honum… *sigh*

Re: Píptest

í Tilveran fyrir 19 árum, 2 mánuðum
haha og telst typpið til feitra líkamshluta?? Sjúk mynd sem þú ert búinn að setja mér fyrir hugskotssjónirnar, typpi úr hreinni fitu… “á ég að sprauta smá remúlaði á hjá þér?”

Re: Héðinsfjarðargöng

í Deiglan fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Það er spurning, í grundvellinum, hvort að þessi reiði sem beinist gegn þessum jarðgöngum, sé ekki dáldið á rangri braut. Þú pælir í þessum tugum þúsunda bíla á ferðinni (gerðir ráð fyrir einni manneskju í bíl ennfremur) sem keyra og eyða bensíni á fullu og sökkva íslandi í kaf viðskiptahalla… Væri ekki nærtækari ástæða fyrir böli þessu að Reykvíkingar ofnota bílana? Því hefur stundum verið haldið fram að Reykjavík sé stærsta sveitapláss í heimi, þau orð öðlast fyrst gildi þegar kannað er...

Re: Héðinsfjarðargöng

í Deiglan fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Væla? þú ert nú einmitt sjálfur að væla yfir því að þurfa að keyra 30mín innanbæjar “missandi geðheilsuna” yfir því nánast… hvernig þætti þér þá að keyra tvo tíma á dag í vinnuna, yfir malarvegi á heiðum? Þessi göng voru sett niður í skipulagi fyrir mörgum árum (þeim VAR skipað í forgangsröð sem ég held að sé alls ekki óskynsamleg þegar stóra samhengið er skoðað, en ekki bara ÞETTA,NÚNA samanborið við næsta item á listanum) Þú ert búinn að blaðra mikið um þetta, við erum búin að fá að heyra...

Re: Heimsókn í Menntskólann í Reykjavík

í Skóli fyrir 19 árum, 2 mánuðum
er ekki í versló, var í MR, og sem smá svona “inside information” þá hef ég á tilfinningu að það séu töluvert fleiri hommar þar en versló… jújú, freddy var ágætur, en ögn klikkaður reyndar líka greyið

Re: Fimm þroskastig bardagalistamannsins

í Bardagaíþróttir fyrir 19 árum, 2 mánuðum
í hvert sinn sem einhver hefur sagt við mig, doktorapi, þú verður nú að prófa að koma og æfa XXX, þetta er frábært sport og sjálfsvarnaríþrótt, þá verður mér hugsað til eins atriðis í Indiana Jones myndunum og þeirra fleygu orða, “you can't wrestle a bullet” = maður fer ekki í slag við byssukúlu…

Re: Þöglu árin í ævi Jesú

í Dulspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
hmmm… er ekki vafasamt að kalla glastonbury drúída “háskóla” ??? þeir kunnu ekki einusinni að frigging skrifa

Re: Þöglu árin í ævi Jesú

í Dulspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Lol… þetta er allt einn misskilningur, það var raunverulega Barrabas sem var trúarleiðtogi kristninnar, þeir Jesú skiptu bara á hlutverkum til að forða Barrabasi frá aftöku… Jesú var síðan krossfestur fyrir innherjaviðskipti og hryðjuverkastarfsemi auk þess að hafa gerst brotlegur við samkeppnislög. ergo, BARRABAS LIFIR!! ég sá hann í Nauthólsvík í sumar!!

Re: Heimsókn í Menntskólann í Reykjavík

í Skóli fyrir 19 árum, 2 mánuðum
það er nú bara vegna þess að barnalegir hálfvitar eins og þú fara í taugarnar á mér, meira en aðrir. Yfirleitt nenni ég ekki að sýna fólki hérna fram á það í löngu og lærðu máli þegar það bullar og fer með vitleysur, en í þínu (og þínum líkum) tilfelli geri ég undantekningu. Ég er sjálfur samkynhneigður og hef þurft að fást við minn skammt af mótlæti, og því er einfaldlega grunnt á því góða þegar kemur að samkynhneigð(um). Hef nógu oft þurft að standa fyrir máli mínu gagnvart þursum á borð...

Re: Heimsókn í Menntskólann í Reykjavík

í Skóli fyrir 19 árum, 2 mánuðum
athyglisvert… var í fornmálum, útskrifaðist 2003, þetta er eitthvað nýtt og framandi… geturu frætt mig eitthvað um þessa þróun?

Re: Heimsókn í Menntskólann í Reykjavík

í Skóli fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Ekki almennt nei… bara sértækt, eins og þegar þarf að kalla einhvern niðrandi uppnefni, hví ekki að væna hann um samkynhneigð? Enda alveg óhugnanlegt athæfi

Re: MUSE

í Rokk fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Muse eru mjög góðir jamm, held mest upp á Bliss, af symmetry, ég veit samt ekki hvort laugardalstónleikarnir hafi verið besta live performance sem ég hafi á ævinni séð, fannst þeir eiginlega fullstuttir… fín grein annars
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok