Okei, ég veit að sumir eru orðnir þreyttir á þessum greinum sn mig langar líka….

Leiðarljós er uppáhaldið mitt og ég hef horft á það mun lengur en góðu hófi gegnir og flest eftirminnilegu atvikin eru dálítið gömul.

- Þegar fólk hefur dáið óvænt (og endanlega) eins og Lujack, Mave og Maureen.
- Þegar Mindy og Kurt giftu sig (fyrir mörgum, mörgum árum) var haldin mikil veisla á einhverju herrasetri. Man alltaf sérstaklega eftir að Reva kom ríðandi á hestbaki (þessi mynd hefur setið greypt í huga mér síðan, af einhverjum ástæðum :S).
- Þegar Reva hoppaði fram af brúnni og reyndi að fyrirfara sér (langt síðan einhver hefur hoppað þarna fram af).
- Þegar Mave réðst inn í brúðkaup Revu og Kyle og sagði að barnið hennar og Kyle hafði ekki dáið í fæðingu. Reva strunsaði út, hitti Josh og svaf hjá honum.
- Þegar Philip sagði Rick frekar að bjarga Meridith en barninu sem Philip átti. (eins og einhver annar sem var búinn að skrifa grein minniti mig á).
- Þegar Johnny Bauer reyndi að stytta sér aldur í flugvélinni sinni, sá ljósið og læknaðist af krabbameininu.
- Ég man alltaf eftir að á brúðkaupsdag Harley og Alan Mikael þegar Harley var að tala við Nadine, sem var tiltölulega nýkomin aftur til Springfield. Harley og Alan M. höfðu aldrei sofið saman fyrir brúðkaupið. Nadine var að hrósa Harley fyrir að láta hann halda að hún væri hrein mey. Harley sagði þá að Alan M. vissi vel að hún væri það ekki af því að þau höfðu fyrst hist þegar Harley var að því komin að fæða barn í aftursæti á bíl.

Já, þetta er það helsta sem skýtur upp kollinum (man eiginlega ekki eftir neinu nýlegu). Jú þegar Lucy kom í bæinn og hitti Alan Mikael, en það var einhver annar búinn að minnast á það.

Vona bara að það sé einhver hérna sem veit um hvað ég er að tala.
En af örðum sápum.

One Tree Hill: það hvernig álit mitt á Nathan gat breyst úr því að halda að hann væri algjör drullusokkur, í það að finnast hann miklu, sætari og betri en Lucas.

The O.C.: Þegar Seth og Summer sváfu saman og þátturinn þar sem var eiginlega þema um ólíklega vini (get ekki sagt nákvæmar hvaða þáttur það var).
Forever is such a long, long time and most of it hasn't even happened yet.