Já, þar sem þetta áhugamál er alveg steindautt datt mér í hug að lífga aðeins upp á það með smá skemmtilegri umræðu. Það sem ég skrifa hér er smá kenning frá mér sem er bara til gamans gerð. Ég er ekki að þykjast vera eitthvað alvitur. Ég er heldur ekki að segja að allir hugsi svona.

En það sem ég hef tekið eftir frá gaurum sem ég hef þekkt úr bardagalistum, umræðum á og eigin reynslu er að það er eins og bardagalistamenn gangi í gegnum fimm stig.

-Fyrsta stigið er eftir að þeir sjá flotta bardagamynd og vilja geta gert eins og Jackie Chan. Þeir hafa þessa ævintýralegu sýn á bardaga þar sem tveir menn lesa upp málshætti sem þeir fengu úr páskaeggjunum sínum við reykelsi og kínverska tónlist. Svo berjast þeir og enginn nefbrotnar eða verður fyrir alvarlegum skaða. Þá fara þeir að æfa einhverja “mainstream” vinsæla bardagaíþrótt eins og Karate eða Taekwon-do.

-Á öðru stigi hafa þeir náð einhverji færni í þessari bardagaíþrótt og eru oft fullvissir um það að þeir séu eins og einhver gangandi mulningsvél sem getur tekið allt og alla í gegn. Þeir eru svo líka heldur betur vissir um að þetta sé langbesta bardagalistin.

-Á þriðja stiginu fer sjóndeildarhringurinn að víkka. Þeir sjá af einhverjum ástæðum að þessi bardagaíþrótt sem þeir æfa er of takmörkuð. Hvaða gagn á það að gera í bardaga að hafa eitt vikum í það að læra einhverja kötu? Hvað eiga flottu Karatespörkin að gera ef þeir lenda í slag við einhvern aðilla sem stendur 10Cm frá þeim?

-Á fjórða stiginu fara þeir þá út í eittvað annað. Þeir fara að æfa nútímalegri bardagaíþróttir og læra að berjast í gólfinu svo eitthvað sé nefnt. Hér byrja þeir að drulla yfir “traditional” bardagaíþróttirnar og þar á meðal það sem þeir æfðu áður. Þeir líta á sig sem svakalega harðjaxla og dreymir um það að fara einhvern tíman í gamla dojo-ið sitt og lemja fyrrverandi kennarann…öskra svo í andlitið á honum “I told you so” eða eitthvað álíka.

-Á fimmta stiginu fatta þeir svo að svona hroki er asnalegur. Þeir fara að sýna öðrum íþróttum og iðkenndum þeirra virðingu.

Ég myndi segja að við værum með meðlimi á öllum stigum hér á huga.