Strigaskór fyrir Sumarið Núna þegar sumarið er handan við hornið er ekki laust við að maður fari að hugsa sig um hvort/hverju eigi að breyta til í fatastílnum fyrir næstu árstíð (sem veðurfræðingar telja að kunni að verða jafnheit/heitari en síðast :):):)). Ég nenni því miður ekki að tjá mig í löngu máli um sumartískuna frá toppi til táar, þið verðið bara að virða mig fyrir viðleitnina að fást við táar-partinn, þeas skóna.
Ég er þeirrar skoðunar að hvítir sætir strigaskór verði eigendum sínum til prýði í sumar. Það eru allir orðnir nett þreyttir að ég held á endalaust sömu dökku rúskinns-támjóu-helvítunum sem riðið hafa röftum (eða fótum öllu heldur) misseri eftir misseri.
En af framansögðu tilefni fjárfesti ég mér í flottu pari af skóm af lager adolfs daschlers (adidas), mjólkurhvítum og með dálitlu af silfruðum skrautmerkingum aftan á. Þessir skór skera sig reyndar dálítið úr hefðbundnum adidas skóm að því leyti að ekki er að finna á þeim three stripes klisjuna, þarna sjáið þið hve gífurlega counter-culture maður getur verið, innan ákveðins menningarramma neyslusamfélagsins.
Af öðrum skóm sem til greina komu voru ýmiss pör frá Nike, en að vandlega athuguðu máli fannst mér samt sem þeir væru dálítið “same shit different day”, eins og fólk var að slefa yfir fyrir 2-3 árum síðan.
Puma skór voru alveg með skítsæmilega hluti í gangi, en eru samt einfaldlega ekki nógu metnaðargjarnir þegar kemur að götu-strigaskóm(mætti kalla þá “one hit wonder”), þeirra aðall er í sérhæfðum íþróttaskóm að mér fannst, og er það svo sem alltílæi fyrir mér.
Reebok eru í meðalmennskufíling að því er virðist (eða ég var barasona óheppinn), ekki fann ég neitt par þar sem réttlætti verðmiðann sinn.
Svo vikið sé að blend of america skóm, þá vantaði svo sem ekki úrvalið, en meirihluti þess féll ofan og neðan þeirrar staðalkúrvu hvers hágildi markar frumhugmynd mína um flotta strigaskó. Það er að segja, blend voru að reyna of mikið, að reyna að enduruppgötva of mikið og reyna of mikið að vera frumlegir. Síðan er úrval þeirra af skóm í ljósum/hvítum litum ekki nógu gott, en það er einmitt sá litur sem að mínu mati kemur með birtuna inn í sumarið, en nóg um það…

Lokaniðurstaðan: hvítir adidas skór (í mínu tilfelli einhverskonar sér-undir-design merki Stans Smith) eru flottastir í sumar.


Viðauki um sokka: Fannst eiginlega ómissandi að tala pínu um sokkana sem við klæðum okkur í, þeir eru mjög tengdir skónum eins og gefur að skilja, og það er algjört no-no að vera í einhverjum ljótum skítugum sokkum við flott par af skóm, am I right??
Ég tel reyndar að sokkar séu oft það tískuatriði sem margir horfa oft algjörlega framhjá og gleyma þegar þeir velja sitt outfit fyrir daginn. En það er vottur um góðan smekk og fashion-sense að vanda valið á sokkunum sínum, og láta sér ekki lynda einhverja 50-saman-í-pakka díla úr bónus. Ef við höldum áfram að spá í sumarlúkkinu þá skyldu sokkarnir vera þunnir og léttir, úr mjúku þægilegu efni, og ekki of háir yfir ökkla. Best er að eiga bæði hvíta, gráa og svarta, og ef maður er litrík manneskja þá er um að gera að leika sér með það. Að mínu mati eru samt hvítir sokkar (og hreinir ;) fallegastir, hvernig sem litaraft húðarinnar er.
Svo aftur sé minnst á hæðina þá er það skemmtileg (og smart) þróun núna að útlitsmeðvitað fólk af báðum kynjum fær sér ökklasokka, og er það vel, og gerir mann sætan hvort heldur sem er í ræktinni, einhversstaðar úti í blíðunni eða heimavið, upp í bóli o.sv.frv.


Hvernig verður síðan sumarstíll ykkar í sumar??