MUSE Hljómsveitina Muse skipa þeir Matthew James Bellamy, Dominic James Howard og Christopher Tony Wolstenholme. Matthew syngur, spilar á gítar og píanó, Dominic Spilar á trommur og Christopher spilar á bassa.
Matthew Bellamy fæddist í Cambridge á Bretlandi þann 9. júní 1978, en flutti til Devon þegar hann var 10 ára með fjölskyldu sinni en faðir hans var tónlistarmaður og í hljómsveit. Matt hafði haft áhuga á tónlist alla sína æsku. Þegar hann var 14 ára skyldu foreldrar hans og hann fór að búa hjá ömmu sinni og eftir það byrjaði tónlist að verða stærri partur í lífi hans.
Dominic fæddist 12. júlí 1977, svipað og Matt, flutti til Devon þegar hann var 8 ára. En ólíkt Matt tengdist fjölskylda hans ekkert tónlist eða annari list, en Dom sjálfur viðurkennir að áður en hann fór í framhaldsskóla hafi tónlist bara verið eitthvað sem hann sá í sjónvarpinu.
Chris fæddist í Yorkshire á Bretlandi þann 2. desember 1987, en móðir hans var frá Devon og þau fluttust þangað þegar Chris var 11 ára og segir hann líkt og Dom að hann hafi ekki fengið neinn sérstakan áhuga á tónlist fyrren í framhaldsskóla.
Þetta byrjaði allt í smábænum Devon á Bretlandi. Í félagslífínu í bænum voru vinir þeirra annað hvort inni í hassi eða öðru rugli til að losna undan þessum hundleiðinlega bæ og öllu sem því honum fylgdi. Hins vegar voru Matt, Chris og Dom ekki á sama báti, þeir fundu sína björgun í tónlist. 13 ára stofnuðu þeir hljómsveitina Gothic Plague. Hljómsveitin spilaði aðallega lög eftir aðrar indie-hljómsveitir á borð við Sonic Youth. Eftir nafna-strekjanir og þess háttar breyttu Gothic Plague nafninu í Rocket Baby Dolls.

Rocket Baby Dolls spiluðu ýmist í tómum börum eða fámennum klúbbum. Þeir hættu samt ekki þótt á móti blési. Rocket Baby Dolls ákvað það síðan eftir eina tónleika að spila lög eftir aðrar hljómsveitir, og þeir gerðu það. Strákarnir hófu að semja fullt af lögum. Þau voru misgóð, eitt af þeim lögum hét Muscle Museum. ,,If you mix this two name together you get the perfect name for a rock-band, MUSE’’ sagði Matt í viðtali á MTV-tónlistarstöðinni.
Rocket Baby Dolls breytti nafni sínu í Muse eftir þessa snilldar uppástungu Matts. Um það leiti sem Muse nafnið kom upp (1997) var Brit-poppið að ryðja sér inn á öldur ljósvakans með hljómsveitum á borð við Oasis og Blur. Matt, Chris og Dom voru nú ekkert að hoppa hæð sína yfir þessu nýja æði.
Tónlistin varð meira en björgun heldur urðu æfingarnar hjá þeim tíðari og rokkið var orðin leið til að tjá sig á um heiminum fyrir hljómsveitina. Á tónleikum með hljómsveitinni voru síðan seldar smáskífur þeirra (’97 Muse og ’98 Muscle Museum). Á tónleikum þeirra Vestanhafs 1998 voru þeim boðinn samningur hjá Maverick Recording Co. Samningurinn var síðan samþykktur á jóladag 1998.

Árið 1999 gáfu þeir út sinn fyrsta disk sem hét “Showbiz” og sló rækilega í gegn á sínum tíma með lögum eins og Muscle Museum, Showbiz og Sunburn. Ári seinna komu þeir fram á Hróaskeldu í Danmörk, en árið 2001 kom út annar diskur þeirra sem ber nafnið “Orgin Of Symmetry” sem rokseldist enda var það meistaraverk með lögum eins og New Born, Citizen Erased og Feeling Good og þá voru útgáfutónleikar í Le Zenith í París útfrá þessum disk. Árið 2002 kom út Hullabaloo sem er Hljómleika DVD Diskur af þessum tónleikum, síðan kom út þriðji og nýjasti diskur þeirra sem heitir Absolution og kom í verslanir þann 22. september 2003.
Og síðan en ekki síst 10. desember 2003 troðfylltu Muse Laugardalshöllina.