Veistu, mér finnst íslensk málfræði ekkert hræðileg. Það er allavega tilgangur með flestu. Frönsk málfræði er hinsvegar aðeins of flókin. Það eru fullt af reglum og svo eru undantekningar BARA af því það hljómar betur! T.d. að maður segir “mon ami” sem þýðir vinur minn (mon = minn, ami = vinur), svo segir maður “ma fille” sem þýðir dóttir mín (ma = mín, fille = dóttir). Þú sérð að “mon” er kk og “ma” er kvk. En þegar maður segir vinkona mín segir maður “mon amie” sem þýðir beint minn vinkona...