Pfff…

Ég ætla mér á hverju einasta kvöldi að fara að sofa klukkan tólf eða í seinasta lagi eitt.

Samt er það í undantekningartilvikum sem ég er ekki vakandi um þrjú-leytið.

Ég hef raunmætingu uppá 17% í skólanum en vegna klókinda hef ég komið mér uppí 75% sirka, bara útá leyfi og þannig. Ég fyrirlít mig hvern einasta dag sem ég skrópa í skólanum en samt geri ég það aftur og aftur.

Svo er það málið með að ég kynntist engum þegar ég byrjaði í skólanum almennilega, á alveg helling af kunningjum en heng ekki með neinum þaðan. Allir vinir mínir sem ég get eitthvað hangið með búa annarsstaðar svo mér hundleiðist alltaf á daginn.

Ég er ekki búinn að opna eina einustu skólabók heima, hef gert stöku verkefni í þeim fáu tímum sem ég hef mætt í and that's all.

Sama hve mikið mig langar að snúa dæminu við, virðist það ekki ganga. Ég lofaði mér t.d. í dag að ég færi ekki um helgina að hitta kærustuna (fjarlægðarsamband og við höfum fá tækifæri á að hittast) ef ég mætti ekki í hvern einasta tíma í vikunni. Núna er klukkan að verða fjögur og ég kvíði því að ég sofi yfir mig fari ég að sofa.

Ef ég stend mig í skólanum kemst ég út í lýðháskóla, þarf leyfi foreldra í það, með kærustunni og það er like a dream come true, en ég get ekki snúið dæminu við sama hvað ég reyni!

Ekki að ég geti ekki mögulega lagt eitthvað á mig, í sumar vann ég 9-10 tíma á dag, nema 7 á sunnudögum og æfði fótbolta 4 klst í viku.

Hef bara síðan þá ekki getað gert fokkshit.

Hvað í andskotanum er að mér? Ég hata hvernig my life er at the moment en sama hvað ég reyni, ekkert snýr því við.

Afhverju í andskotanum er ég svo að gera nöldurkork um þetta á huga?

Já, maður spyr sig.